Viðskipti innlent

Startup Iceland fer fram í byrjun næstu viku

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Startup Iceland árið 2013.
Frá Startup Iceland árið 2013. Visir/GVA
Startup Iceland, alþjóðleg frumkvöðlaráðstefna, fer fram í þriðja skiptið í Reykjavík dagana 2.-3. júní.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun opna ráðstefnuna og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun halda inngangsræðuna. Þóra Arnórsdóttir verður fundarstjóri.

Ráðstefnan mun byrja helgina 31. maí - 1. júní með „hackathon“, þar sem áhersla verður lögð á þrívíddar prentun. Þar munu teymi samansett af fólki með ýmsan bakgrunn koma saman og þróa lausnir og hugmyndir sem gætu orðið að viðskiptatækifærum. 

Ráðstefnunni mun ljúka þann 3. júní í Háskólanum í Reykjavík með ráðgjöf þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri á að bóka persónuleg viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar og hjá öðrum reynslumiklum stjórnendum.

Nánar um ráðstefnuna á startupiceland.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×