Viðskipti innlent

Landsbankinn spáir tvöfalt meiri hagvexti

Randver Kári Randversson skrifar
Landsbankinn spáir 5,5% hagvexti á næsta ári.
Landsbankinn spáir 5,5% hagvexti á næsta ári. Visir/Valgarður
Hagvöxtur á Íslandi á þessu ári verður 3,2%, en 5,5% á næsta ári og 3,4% á árinu 2016, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þetta er tvöfalt meiri hagvöxtur en spáð var fyrir sama tímabil í nóvember í fyrra.

Gangi spáin eftir verður hagvöxtur á þessu ári og næstu tveimur árum að meðaltali um 4%.

Bankinn gerir ráð fyrir að húsnæðisverð áframhaldandi mikilli hækkun húsnæðisverðs, eða um 9% á þessu ári, 7,5% á næsta ári, og 7% á árinu 2016.

Spáð er óbreyttum stýrivöxtum út þetta ár, en 0,5% hækkun á næsta ári og 0,75% hækkun árið 2016.

Þá gerir spáin ráð fyrir því að verðbólga verði nálægt markmiði það sem eftir er þessa árs en hækki nokkuð skarpt í upphafi næsta árs og haldist nærri efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins, sem er 4%, til ársins 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×