Aðgengi að þjónustu verra árið 2012 en 2007 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. maí 2014 11:11 Niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands benda til þess að aðgengi að ýmiss konar þjónustu hafi verið verra að mati fólks árið 2012 en það var árið 2007. Breytingarnar felast einkum í því að þeim fækkar sem telja aðgengið mjög gott en fjölgar sem telja það frekar gott. Breytingarnar eru yfirleitt meiri í dreifbýli en í þéttbýli. Árið 2012 mat þó allur þorri svarenda aðgengi sitt að mældum þjónustuþáttum sem frekar eða mjög gott, eða á bilinu frá 71,5% fyrir almenningssamgöngur í dreifbýli til 98,9% fyrir grunnskóla í þéttbýli. Einhver frávik voru þó frá þessu heildarmynstri hvað varðar einstaka þjónustuþætti. Í þéttbýli lækkaði hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu vera frekar eða mjög slæmt úr 11,2% í 5,2% og þeim sem töldu aðgengið mjög gott, úr 57,1% í 48,4%. Að sama skapi fjölgaði þeim sem töldu aðgengið frekar gott úr 31,7% í 46,5%. Í dreifbýli breyttist hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu frekar eða mjög slæmt lítið en hlutfall þeirra sem taldi aðgengið mjög gott lækkaði úr 51,1% í 38,9%. Þá fækkaði þeim sem töldu aðgengi að almenningssamgöngum mjög gott, úr 48,1% í 42,7% í þéttbýli og úr 35,5% í 28,4% í dreifbýli. Í þéttbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengi frekar slæmt úr 14,7% í 9% en í dreifbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengið mjög slæmt úr 14,3% í 10,1%. Í þéttbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengi að póstþjónustu vera frekar eða mjög slæmt úr 20,5% í 8,7%, en í dreifbýli fækkaði hinsvegar mest í hópi þeirra sem töldu aðgengið mjög gott úr 65,3% í 46%. Litlar breytingar urðu á mati íbúa í þéttbýli á aðgengi að matvöruverslun. Í dreifbýli fækkaði hinsvegar þeim sem töldu aðgengið mjög gott, úr 64,1% í 50,8%, en einnig þeim sem töldu aðgengið frekar slæmt, úr 8,8% í 4,3%. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands benda til þess að aðgengi að ýmiss konar þjónustu hafi verið verra að mati fólks árið 2012 en það var árið 2007. Breytingarnar felast einkum í því að þeim fækkar sem telja aðgengið mjög gott en fjölgar sem telja það frekar gott. Breytingarnar eru yfirleitt meiri í dreifbýli en í þéttbýli. Árið 2012 mat þó allur þorri svarenda aðgengi sitt að mældum þjónustuþáttum sem frekar eða mjög gott, eða á bilinu frá 71,5% fyrir almenningssamgöngur í dreifbýli til 98,9% fyrir grunnskóla í þéttbýli. Einhver frávik voru þó frá þessu heildarmynstri hvað varðar einstaka þjónustuþætti. Í þéttbýli lækkaði hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu vera frekar eða mjög slæmt úr 11,2% í 5,2% og þeim sem töldu aðgengið mjög gott, úr 57,1% í 48,4%. Að sama skapi fjölgaði þeim sem töldu aðgengið frekar gott úr 31,7% í 46,5%. Í dreifbýli breyttist hlutfall þeirra sem töldu aðgengi að heilsugæslu frekar eða mjög slæmt lítið en hlutfall þeirra sem taldi aðgengið mjög gott lækkaði úr 51,1% í 38,9%. Þá fækkaði þeim sem töldu aðgengi að almenningssamgöngum mjög gott, úr 48,1% í 42,7% í þéttbýli og úr 35,5% í 28,4% í dreifbýli. Í þéttbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengi frekar slæmt úr 14,7% í 9% en í dreifbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengið mjög slæmt úr 14,3% í 10,1%. Í þéttbýli fækkaði þeim sem töldu aðgengi að póstþjónustu vera frekar eða mjög slæmt úr 20,5% í 8,7%, en í dreifbýli fækkaði hinsvegar mest í hópi þeirra sem töldu aðgengið mjög gott úr 65,3% í 46%. Litlar breytingar urðu á mati íbúa í þéttbýli á aðgengi að matvöruverslun. Í dreifbýli fækkaði hinsvegar þeim sem töldu aðgengið mjög gott, úr 64,1% í 50,8%, en einnig þeim sem töldu aðgengið frekar slæmt, úr 8,8% í 4,3%.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira