Viðskipti innlent

Skapti nýr upplýsingafulltrúi SAF

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skapti Örn Ólafsson nýr upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skapti Örn Ólafsson nýr upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/SAF
Samtök ferðaþjónustunnar hafa ráðið Skapta Örn Ólafsson í starf upplýsingafulltrúa samtakanna.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að undanfarið ár hafi Skapti Örn verið sjálfstætt starfandi við almannatengsl og markaðsmál. Á árunum 2006 - 2013 starfaði hann á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem hann sinnti starfi verkefnastjóra og stýrði meðal annars kosningabaráttum hjá flokknum á tímabilinu. Þá hefur Skapti Örn starfað sem blaðamaður.

„Ég hlakka til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í ferðaþjónustunni á vettvangi SAF,“ segir Skapti Örn í tilkynningunni.

Skapti Örn er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og stundaði nám í stjórnmála- og sagnfræði við Háskóla Íslands. Þá stundaði hann diplómanám í markaðsfræði og almannatengslum við Háskólann í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×