Spá stýrivaxtalækkun þann 21. maí næstkomandi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. maí 2014 12:09 Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans þann 21. maí næstkomandi. Verði þar með lokið lengsta tímabili óbreyttra stýrivaxta í sögu verðbólgumarkmiðs bankans. Greiningardeildin spáir því að þetta verði eina vaxtalækkun ársins og raunar eina vaxtabreyting ársins, en telur að eftir þessa lækkun muni nefndin ákveða að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum út árið. „Helstu rökin fyrir lækkuninni nú eru að verðbólgan er undir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans, verðbólgan ætti að haldast undir eða við verðbólgumarkmiðið út árið, verðbólguhorfur munu væntanlega batna samkvæmt nýrri spá bankans, gengi krónunnar hefur verið stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun og að kjarasamningum hefur verið lent í samræmi við verðbólgumarkmið fyrir stærstan hluta vinnumarkaðarins,“ segir í Greiningu deildarinnar. Bankin segir peningastefnunefndina hafa opnað á vaxtalækkun á síðasta vaxtaákvörðunarfundi þann 19. mars. Samkvæmt fundargerð þótti peningastefnunefndinni þá helst koma til álita að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum eða lækka þá um 0,25 pósentur. Sagði í yfirlýsingu nefndarinnar vegna ákvörðunarinnar að það færi eftir þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga næstu mánuði hvort skapast gæti tilefni til lækkunar nafnvaxta. Nefndarmenn voru sammála um að verðbólguhorfur hefðu batnað en töldu ekki tímabært að lækka vexti meðal annars þar sem lengri tíma verðbólguvæntingar virtust enn vera töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu. Allir studdu tillögu Seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því jafnframt að peningastefnunefndin muni, eftir að hafa haldið vöxtum bankans óbreyttum út árið eftir þessa lækkun, ákveða að hækka stýrivexti bankans í þrígang á næsta ári um 0,75 prósentur samhliða því að spennan myndast í íslensku efnahagslífi og að verðbólgan fæstist í aukana á ný. Verða stýrivextir bankans þá komnir upp í 6,5 prósent í árslok 2015. Deidin spáir síðan einni 0,25 prósentustiga hækkun á árinu 2016. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans þann 21. maí næstkomandi. Verði þar með lokið lengsta tímabili óbreyttra stýrivaxta í sögu verðbólgumarkmiðs bankans. Greiningardeildin spáir því að þetta verði eina vaxtalækkun ársins og raunar eina vaxtabreyting ársins, en telur að eftir þessa lækkun muni nefndin ákveða að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum út árið. „Helstu rökin fyrir lækkuninni nú eru að verðbólgan er undir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans, verðbólgan ætti að haldast undir eða við verðbólgumarkmiðið út árið, verðbólguhorfur munu væntanlega batna samkvæmt nýrri spá bankans, gengi krónunnar hefur verið stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun og að kjarasamningum hefur verið lent í samræmi við verðbólgumarkmið fyrir stærstan hluta vinnumarkaðarins,“ segir í Greiningu deildarinnar. Bankin segir peningastefnunefndina hafa opnað á vaxtalækkun á síðasta vaxtaákvörðunarfundi þann 19. mars. Samkvæmt fundargerð þótti peningastefnunefndinni þá helst koma til álita að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum eða lækka þá um 0,25 pósentur. Sagði í yfirlýsingu nefndarinnar vegna ákvörðunarinnar að það færi eftir þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga næstu mánuði hvort skapast gæti tilefni til lækkunar nafnvaxta. Nefndarmenn voru sammála um að verðbólguhorfur hefðu batnað en töldu ekki tímabært að lækka vexti meðal annars þar sem lengri tíma verðbólguvæntingar virtust enn vera töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu. Allir studdu tillögu Seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því jafnframt að peningastefnunefndin muni, eftir að hafa haldið vöxtum bankans óbreyttum út árið eftir þessa lækkun, ákveða að hækka stýrivexti bankans í þrígang á næsta ári um 0,75 prósentur samhliða því að spennan myndast í íslensku efnahagslífi og að verðbólgan fæstist í aukana á ný. Verða stýrivextir bankans þá komnir upp í 6,5 prósent í árslok 2015. Deidin spáir síðan einni 0,25 prósentustiga hækkun á árinu 2016.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira