Efast um að endurskoðun hafi staðist reglur FME Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. maí 2014 18:30 Rannsóknarnefnd Alþingis telur vafa leika á því hvort skýrslur endurskoðenda KPMG um ársreikninga Byrs fyrir árin 2007 og 2008 hafi staðist reglur Fjármálaeftirlitsins. Þá eru ársreikningar SPRON og Sparisjóðsins í Keflavík fyrir sömu ár gagnrýndir af nefndinni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina er sérstakur kafli helgaður umfjöllun um ytri endurskoðun sparisjóðanna og þar er að finna almenna umfjöllun um hlutverk ytri endurskoðenda. Þá kemur fram nokkuð hvöss gagnrýni á ytri endurskoðun sparisjóðanna fyrir hrunið, en endurskoðunarfyrirtækið KPMG annaðist ytri endurskoðun hjá langflestum þeirra.Í 7. kafla skýrslu nefndarinnar kemur fram að misskilningur á hlutverki og stöðu endurskoðenda sé útbreiddur. Svo virðist sem margir telji að endurskoðendur beri ábyrgð á ársreikningum og finnst endurskoðendur vera í vinnu hjá félögum sem þeir endurskoða. Frekar megi líkja hlutverki ytri endurskoðenda við stöðu opinberra eftirlitsmanna eða skoðunarmanna sem hafa fengið faggildingu til starfa.Í þágu almannahagsmuna Til að mynda ber löggildur bifreiðarskoðunarmaður ekki ábyrgð á bílnum sem hann fær til skoðunar heldur gefur hann álit sitt á ástandi bílsins. Í raun er skoðunin ekki nema að litlu leyti gerð í þágu eiganda bílsins heldur aðallega í þágu almannahagsmuna. Þessu er svipað farið með endurskoðendur. Ytri endurskoðun ársreikninga er í þágu almennings. Hún felst í því að óháður aðili staðfesti að ársreikningur viðkomandi fyrirtækis gefi sanna mynd af stöðu þess og fjárhagslegu heilbrigði. Sömdu ársreikninga sem þeir áttu að endurskoða Í skýrslunni kemur fram að reikningar frá endurskoðunarfyrirtækjum til sparisjóðanna báru það með sér að endurskoðunarfyrirtækin hefðu unnið margvísleg verk fyrir þá, önnur en að endurskoða ársreikninga. Margir sparisjóðir greindu rannsóknarnefndinni frá því að endurskoðendurnir hefðu samið ársreikninga viðkomandi sparisjóða. Þannig voru endurskoðendur í slíkum tilvikum að endurskoða ársreikninga sem þeir höfðu samið sjálfir. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að nefndin telur vafa geta leikið á því hvort skýrslur endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreikninga Byrs sparisjóðs á árunum 2007 og 2008 hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í reglum Fjármálaeftirlitsins. Hagnaður Byrs sparisjóðs árið 2007 var jafnhár gangvirðishækkun og söluhagnaði af eignarhlut sparisjóðsins í Icebank hf. og byggðist há arðgreiðsla vegna ársins á þessum hagnaði. Byr sparisjóður lánaði kaupendum Icebank-hlutarins drjúgan hluta söluverðsins án annarra veða en í hlutabréfunum sjálfum. Þegar vinna við gerð ársreikningsins stóð yfir var ljóst orðið að tryggingar fyrir þessum lánum höfðu rýrnað verulega en ekki var tekið tillit til þess í ársreikningi Byrs fyrir árið 2007. Í skýrslunni segir um þetta: „Frá þessu var ekki greint nægjanlega skýrt í ársreikningi og hefðu endurskoðendur átt að gagnrýna það með einhverjum hætti að slíkar upplýsingar skorti.“ Þarna er verið að vísa í KPMG. Þá telja skýrsluhöfundar að óvissa um mat á útlánasafni Byrs í árslok 2008 hafi verið slík að endurskoðendur hefðu átt að setja fyrirvara í áritun sína um það atriði.Takmarkaðar upplýsingar um áhættu sem fylgdi verðbréfaeign Í ársreikningi SPRON fyrir árið 2007 voru takmarkaðar upplýsingar í skýringum um þá áhættu sem fylgdi verðbréfaeign SPRON og óvíst hvort þær uppfylltu lágmarkskröfur sem gerðar eru um skýringar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Í skýrslunni segir að skortur á slíkum upplýsingum dragi úr upplýsingagildi ársreikningsins. Tryggja hefði mátt að þessar upplýsingar fylgdu ársreikningnum og hefðu endurskoðendur sparisjóðsins mátt gagnrýna að þessar upplýsingar skorti. Í ársreikninga Sparisjóðsins í Keflavík 2007 og 2008 skorti upplýsingar um mikilsverð atriði, svo sem um útlánaháættu, þá áhættu sem fylgdi verðbréfaeign sparisjóðsins og viðskipti við Kistu – fjárfestingarfélag ehf. á árinu 2007. Það er niðurstaða nefndarinnar að endurskoðendur hafi átt að gagnrýna að þessar upplýsingar skorti. Um þetta segir í skýrslunni: „Þær upplýsingar gátu haft mikilvæga þýðingu fyrir lesendur ársreikninganna. Hefðu endurskoðendur sparisjóðsins mátt gagnrýna það með einhverjum hætti að þær skorti. Þeim var kunnugt um að innra eftirliti með útlánum var verulega áfátt. Það kallaði á meiri árvekni af hálfu endurskoðendanna.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur vafa leika á því hvort skýrslur endurskoðenda KPMG um ársreikninga Byrs fyrir árin 2007 og 2008 hafi staðist reglur Fjármálaeftirlitsins. Þá eru ársreikningar SPRON og Sparisjóðsins í Keflavík fyrir sömu ár gagnrýndir af nefndinni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina er sérstakur kafli helgaður umfjöllun um ytri endurskoðun sparisjóðanna og þar er að finna almenna umfjöllun um hlutverk ytri endurskoðenda. Þá kemur fram nokkuð hvöss gagnrýni á ytri endurskoðun sparisjóðanna fyrir hrunið, en endurskoðunarfyrirtækið KPMG annaðist ytri endurskoðun hjá langflestum þeirra.Í 7. kafla skýrslu nefndarinnar kemur fram að misskilningur á hlutverki og stöðu endurskoðenda sé útbreiddur. Svo virðist sem margir telji að endurskoðendur beri ábyrgð á ársreikningum og finnst endurskoðendur vera í vinnu hjá félögum sem þeir endurskoða. Frekar megi líkja hlutverki ytri endurskoðenda við stöðu opinberra eftirlitsmanna eða skoðunarmanna sem hafa fengið faggildingu til starfa.Í þágu almannahagsmuna Til að mynda ber löggildur bifreiðarskoðunarmaður ekki ábyrgð á bílnum sem hann fær til skoðunar heldur gefur hann álit sitt á ástandi bílsins. Í raun er skoðunin ekki nema að litlu leyti gerð í þágu eiganda bílsins heldur aðallega í þágu almannahagsmuna. Þessu er svipað farið með endurskoðendur. Ytri endurskoðun ársreikninga er í þágu almennings. Hún felst í því að óháður aðili staðfesti að ársreikningur viðkomandi fyrirtækis gefi sanna mynd af stöðu þess og fjárhagslegu heilbrigði. Sömdu ársreikninga sem þeir áttu að endurskoða Í skýrslunni kemur fram að reikningar frá endurskoðunarfyrirtækjum til sparisjóðanna báru það með sér að endurskoðunarfyrirtækin hefðu unnið margvísleg verk fyrir þá, önnur en að endurskoða ársreikninga. Margir sparisjóðir greindu rannsóknarnefndinni frá því að endurskoðendurnir hefðu samið ársreikninga viðkomandi sparisjóða. Þannig voru endurskoðendur í slíkum tilvikum að endurskoða ársreikninga sem þeir höfðu samið sjálfir. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að nefndin telur vafa geta leikið á því hvort skýrslur endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreikninga Byrs sparisjóðs á árunum 2007 og 2008 hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í reglum Fjármálaeftirlitsins. Hagnaður Byrs sparisjóðs árið 2007 var jafnhár gangvirðishækkun og söluhagnaði af eignarhlut sparisjóðsins í Icebank hf. og byggðist há arðgreiðsla vegna ársins á þessum hagnaði. Byr sparisjóður lánaði kaupendum Icebank-hlutarins drjúgan hluta söluverðsins án annarra veða en í hlutabréfunum sjálfum. Þegar vinna við gerð ársreikningsins stóð yfir var ljóst orðið að tryggingar fyrir þessum lánum höfðu rýrnað verulega en ekki var tekið tillit til þess í ársreikningi Byrs fyrir árið 2007. Í skýrslunni segir um þetta: „Frá þessu var ekki greint nægjanlega skýrt í ársreikningi og hefðu endurskoðendur átt að gagnrýna það með einhverjum hætti að slíkar upplýsingar skorti.“ Þarna er verið að vísa í KPMG. Þá telja skýrsluhöfundar að óvissa um mat á útlánasafni Byrs í árslok 2008 hafi verið slík að endurskoðendur hefðu átt að setja fyrirvara í áritun sína um það atriði.Takmarkaðar upplýsingar um áhættu sem fylgdi verðbréfaeign Í ársreikningi SPRON fyrir árið 2007 voru takmarkaðar upplýsingar í skýringum um þá áhættu sem fylgdi verðbréfaeign SPRON og óvíst hvort þær uppfylltu lágmarkskröfur sem gerðar eru um skýringar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Í skýrslunni segir að skortur á slíkum upplýsingum dragi úr upplýsingagildi ársreikningsins. Tryggja hefði mátt að þessar upplýsingar fylgdu ársreikningnum og hefðu endurskoðendur sparisjóðsins mátt gagnrýna að þessar upplýsingar skorti. Í ársreikninga Sparisjóðsins í Keflavík 2007 og 2008 skorti upplýsingar um mikilsverð atriði, svo sem um útlánaháættu, þá áhættu sem fylgdi verðbréfaeign sparisjóðsins og viðskipti við Kistu – fjárfestingarfélag ehf. á árinu 2007. Það er niðurstaða nefndarinnar að endurskoðendur hafi átt að gagnrýna að þessar upplýsingar skorti. Um þetta segir í skýrslunni: „Þær upplýsingar gátu haft mikilvæga þýðingu fyrir lesendur ársreikninganna. Hefðu endurskoðendur sparisjóðsins mátt gagnrýna það með einhverjum hætti að þær skorti. Þeim var kunnugt um að innra eftirliti með útlánum var verulega áfátt. Það kallaði á meiri árvekni af hálfu endurskoðendanna.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun