Nokkur halli á rekstri Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2014 14:10 Frá fundinum. vísir/gva Ársfundur Landspítala, sem gengur undir yfirskriftinni „Þjóðarsjúkrahús á tímamótum“ hófst klukkan 13 í dag. Í ársreikningi sem lagður var fram má sjá að rekstur spítalans var erfiður á síðasta ári og var nokkur halli á rekstrinum. Fjárheimildir og sértekjur Landspítala árið 2013 námu 43.809 milljónum króna og heildargjöld um 45.293 milljónum króna. Á milli áranna 2012 og 2013 hækkuðu heildarrekstrargjöld spítalans um 11,3% á verðlagi hvors árs. Launagjöld voru stærsti kostnaðarliðurinn eða ríflega 70% útgjalda og er það svipað og síðustu ár, þrátt fyrir að launagjöld hafi hækkað um 10,6% á milli ára. Rekstrargjöld, önnur en laun, eru tæplega 26% af heildargjöldum sem jafnframt er heldur lægra hlutfall en síðustu ár. Starfsmönnum spítalans fjölgaði um 1,9% árið 2013 en dagvinnustöðugildum fækkaði um 0,6%. Þá var 1.292 milljónum króna varið til tækjakaupa, sem nemur 128% hækkun miðað við árið á undan. Hækkunina má rekja til viðbótarfjármagns sem veitt var til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2013 og hins vegar gjafafjár. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012 þar sem lagt er til að Landspítali fái viðbótar fjárheimild að fjárhæð 2.223 milljónir króna vegna ársins 2012, sem skuli mæta hluta hallarekstrar frá árunum fyrir 2010 en eins og fram hefur komið var spítalinn rekinn án halla árin 2010, 2011 og 2012 þrátt fyrir fordæmalausan niðurskurð fjárveitinga. Stefnt er að hallalausum rekstri á yfirstandandi ári. Fram kom á ársfundinum að Landspítali sé rekinn fyrir mun minna fé en stór sjúkrahús í nágrannalöndunum. Nefnt var að hver lega sjúklings á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi væri að jafnaði 58% dýrari en á Landspítala. Vandséð sé að komist verði mikið lengra í hagræðingu á spítalanum nema með hagkvæmari lausnum í húsnæðismálum hans. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ársfundur Landspítala, sem gengur undir yfirskriftinni „Þjóðarsjúkrahús á tímamótum“ hófst klukkan 13 í dag. Í ársreikningi sem lagður var fram má sjá að rekstur spítalans var erfiður á síðasta ári og var nokkur halli á rekstrinum. Fjárheimildir og sértekjur Landspítala árið 2013 námu 43.809 milljónum króna og heildargjöld um 45.293 milljónum króna. Á milli áranna 2012 og 2013 hækkuðu heildarrekstrargjöld spítalans um 11,3% á verðlagi hvors árs. Launagjöld voru stærsti kostnaðarliðurinn eða ríflega 70% útgjalda og er það svipað og síðustu ár, þrátt fyrir að launagjöld hafi hækkað um 10,6% á milli ára. Rekstrargjöld, önnur en laun, eru tæplega 26% af heildargjöldum sem jafnframt er heldur lægra hlutfall en síðustu ár. Starfsmönnum spítalans fjölgaði um 1,9% árið 2013 en dagvinnustöðugildum fækkaði um 0,6%. Þá var 1.292 milljónum króna varið til tækjakaupa, sem nemur 128% hækkun miðað við árið á undan. Hækkunina má rekja til viðbótarfjármagns sem veitt var til tækjakaupa á fjárlögum ársins 2013 og hins vegar gjafafjár. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2012 þar sem lagt er til að Landspítali fái viðbótar fjárheimild að fjárhæð 2.223 milljónir króna vegna ársins 2012, sem skuli mæta hluta hallarekstrar frá árunum fyrir 2010 en eins og fram hefur komið var spítalinn rekinn án halla árin 2010, 2011 og 2012 þrátt fyrir fordæmalausan niðurskurð fjárveitinga. Stefnt er að hallalausum rekstri á yfirstandandi ári. Fram kom á ársfundinum að Landspítali sé rekinn fyrir mun minna fé en stór sjúkrahús í nágrannalöndunum. Nefnt var að hver lega sjúklings á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi væri að jafnaði 58% dýrari en á Landspítala. Vandséð sé að komist verði mikið lengra í hagræðingu á spítalanum nema með hagkvæmari lausnum í húsnæðismálum hans.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira