Umhverfisrask fylgir öllum leiðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2014 07:42 Nálægt því 60 manns mættu á kynningarfund Landsnets í gærmorgun og um 300 fylgdust með beinni útsendingu á vef fyrirtækisins. Mynd/Landsnet Veruleg umhverfisáhrif og rask er samfara öllum kostum sem fyrir liggja í framtíðaruppbyggingu og styrkingu flutningskerfis raforku hér á landi. Fram kom á kynningarfundi Landsnets í gær þar sem farið var yfir umhverfisskýrslu kerfisáætlunar fyrirtækisins til 2014 til 2023 að nauðsynlegt sé að styrkja meginflutningskerfi raforkunnar. Sú styrking feli í öllum tilvikum í sér nauðsyn þess að styrkja tengingar milli Suðurlands og Norðausturlands. „Mat á umhverfisáhrifum hálendislínu annars vegar og styrkingar byggðalínuhringsins hins vegar leiðir í ljós að styrking byggðalínuhringsins er líklegri til að hafa neikvæðari áhrif á umhverfið þegar tekið er mið af þeim mælikvörðum sem stuðst er við og byggja á stefnumiðum stjórnvalda, alþjóðlegum samþykktum, öðrum áætlunum og lögum og reglum,“ segir í umfjöllun Landsnets um fundinn. Er þetta í fyrsta sinn sem kerfisáætlun Landsnets fer í umhverfismat áætlana, í samræmi við lög nr. 105/2006 og gefst þeim sem vilja kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir við drögin að umhverfismatsskýrslunni. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18. júní næstkomandi. „Megininntak kerfisáætlunar Landsnets 2014-2023 er greining á flutningsþörf meginflutningskerfisins til næstu tíu ára og samanburður á loftlínum og jarðstrengjum. Hún er bæði stefnumótandi áætlun um framtíð flutningskerfisins og áætlun um einstök verkefni sem koma til framkvæmda á árunum 2014 til 2016.“ Grundvallarforsendur fyrir gerð kerfisáætlunarinnar eru Raforkuspá 2013-2050, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) og þróun raforkumarkaðar. Í umhverfismati kerfisáætlunar sem unnið var undir handleiðslu VSÓ Ráðgjafar var lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra leiða til að uppfylla þörf á styrkingu flutningskerfisins. Megináhersla var lögð á þrjá valkosti; hálendislínu og Norðurland, byggðalínu og svo hálendislínu og vesturvæng. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allar flutningsleiðir munu valda neikvæðum og verulegum neikvæðum áhrifum á einhvern þeirra umhverfisþátta sem voru til skoðunar, óháð því hvort um sé að ræða loftlínu eða jarðstreng og óháð spennustigi,“ segir í umfjöllun Landsnets. „Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu.“ Í kjölfar mats á mögulegum áhrifum leiðanna þriggja var gerður nánari samanburð á hálendislínu og Norðurlandi annars vegar og byggðalínu hins vegar, til að gera betur grein fyrir þeim mun sem felst í umhverfis áhrifum þess að fara um hálendið og byggðalínuna. Niðurstaðan var að byggðalínan væri líkleg til að hafa neikvæðari áhrif á umhverfið þegar tekið væri mið af þeim mælikvörðum sem stuðst var við og byggjast á stefnumiðum stjórnvalda, alþjóðlegum samþykktum, öðrum áætlunum og lögum og reglum. Hluti ástæðunnar er að byggðalína þarf að fara um lengri veg. Hálendisleiðin er svo aftur sögð líklegri til að hafa neikvæðari áhrif á landslag og ásýnd. „Og vegur þar þyngst breyting á upplifun landslags á hálendinu.“ Frekari umfjöllun má finna á heimasíðu Landsnets. En einnig er hér slóð á viðkomandi skýrslur: kerfisáætlun og drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Veruleg umhverfisáhrif og rask er samfara öllum kostum sem fyrir liggja í framtíðaruppbyggingu og styrkingu flutningskerfis raforku hér á landi. Fram kom á kynningarfundi Landsnets í gær þar sem farið var yfir umhverfisskýrslu kerfisáætlunar fyrirtækisins til 2014 til 2023 að nauðsynlegt sé að styrkja meginflutningskerfi raforkunnar. Sú styrking feli í öllum tilvikum í sér nauðsyn þess að styrkja tengingar milli Suðurlands og Norðausturlands. „Mat á umhverfisáhrifum hálendislínu annars vegar og styrkingar byggðalínuhringsins hins vegar leiðir í ljós að styrking byggðalínuhringsins er líklegri til að hafa neikvæðari áhrif á umhverfið þegar tekið er mið af þeim mælikvörðum sem stuðst er við og byggja á stefnumiðum stjórnvalda, alþjóðlegum samþykktum, öðrum áætlunum og lögum og reglum,“ segir í umfjöllun Landsnets um fundinn. Er þetta í fyrsta sinn sem kerfisáætlun Landsnets fer í umhverfismat áætlana, í samræmi við lög nr. 105/2006 og gefst þeim sem vilja kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir við drögin að umhverfismatsskýrslunni. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18. júní næstkomandi. „Megininntak kerfisáætlunar Landsnets 2014-2023 er greining á flutningsþörf meginflutningskerfisins til næstu tíu ára og samanburður á loftlínum og jarðstrengjum. Hún er bæði stefnumótandi áætlun um framtíð flutningskerfisins og áætlun um einstök verkefni sem koma til framkvæmda á árunum 2014 til 2016.“ Grundvallarforsendur fyrir gerð kerfisáætlunarinnar eru Raforkuspá 2013-2050, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) og þróun raforkumarkaðar. Í umhverfismati kerfisáætlunar sem unnið var undir handleiðslu VSÓ Ráðgjafar var lagt mat á umhverfisáhrif mögulegra leiða til að uppfylla þörf á styrkingu flutningskerfisins. Megináhersla var lögð á þrjá valkosti; hálendislínu og Norðurland, byggðalínu og svo hálendislínu og vesturvæng. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allar flutningsleiðir munu valda neikvæðum og verulegum neikvæðum áhrifum á einhvern þeirra umhverfisþátta sem voru til skoðunar, óháð því hvort um sé að ræða loftlínu eða jarðstreng og óháð spennustigi,“ segir í umfjöllun Landsnets. „Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu.“ Í kjölfar mats á mögulegum áhrifum leiðanna þriggja var gerður nánari samanburð á hálendislínu og Norðurlandi annars vegar og byggðalínu hins vegar, til að gera betur grein fyrir þeim mun sem felst í umhverfis áhrifum þess að fara um hálendið og byggðalínuna. Niðurstaðan var að byggðalínan væri líkleg til að hafa neikvæðari áhrif á umhverfið þegar tekið væri mið af þeim mælikvörðum sem stuðst var við og byggjast á stefnumiðum stjórnvalda, alþjóðlegum samþykktum, öðrum áætlunum og lögum og reglum. Hluti ástæðunnar er að byggðalína þarf að fara um lengri veg. Hálendisleiðin er svo aftur sögð líklegri til að hafa neikvæðari áhrif á landslag og ásýnd. „Og vegur þar þyngst breyting á upplifun landslags á hálendinu.“ Frekari umfjöllun má finna á heimasíðu Landsnets. En einnig er hér slóð á viðkomandi skýrslur: kerfisáætlun og drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunarinnar.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira