Hröð starfsmannavelta hjá Wow air Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. maí 2014 10:03 Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segir ljóst að það henti ekki öllum að vinna undir álagi til lengdar. Vísir/Vilhelm Mikið hefur verið um uppsagnir hjá lykilstarfsmönnum Wow air að undanförnu. Í fyrradag lét af störfum framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins, Linda Jóhannsdóttir, en hún hafði starfað hjá Wow air síðan á árinu 2012. Þá hætti Inga Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugfélagsins, í mars síðastliðnum. Í febrúar hætti þáverandi markaðsstjóri, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, og Guðrún Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmannastjóri, lét af störfum í desember í fyrra eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í um átta mánuði. Þá sagði Guðmundur Arnar Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður markaðssviðs Wow air, upp störfum í apríl 2013 en hann hóf störf hjá Wow air í janúar 2012. Fyrir utan framangreinda einstaklinga hafa fleiri látið af störfum á þeim rúmu tveimur árum sem flugfélagið hefur verið starfandi og því ljóst að starfsmannavelta félagsins er nokkuð hröð. Fréttablaðið ræddi við tvo fyrrverandi stjórnendur sem sögðu ljóst að um stjórnendavanda væri eða hefði verið að ræða. Það gæti verið mjög erfitt að vinna í þessu umhverfi og það vekti athygli að lítið sé eftir af upprunalega liðinu.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir meirihluta þeirra sem voru með félaginu við stofnun þess enn við störf. „Við vorum sjö eða átta til að byrja með í byrjun ársins 2012. Þar af eru fjórir eða meirihlutinn enn þá að vinna hjá fyrirtækinu. Hér er mjög gott andrúmsloft og bjart fram undan hjá Wow air,“ segir Svanhvít.Skúli Mogensen, forstjóri fyrirtækisins, tekur í sama streng og Svanhvít. „Við erum orðin 175 starfsmenn núna og veltum tíu milljörðum í fyrra á fyrsta heila starfsárinu okkar. Við gerum miklar kröfur og ætlum okkur enn stærri hluti í framtíðinni. Það er alveg ljóst að það hentar ekki öllum að vinna undir slíku álagi til lengdar og það er líka mjög eðlilegt að skipta um mannskap. Það þarf mismunandi hæfileika til að fara úr núll í tíu milljarða og svo úr tíu í 30 milljarða,“ sagði Skúli í samtali við Fréttablaðið. Tilkynnt var um ráðningu Arnars Más Arnþórssonar, nýs framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins, í gær og Skúli segir stöðu fjármálastjóra verða auglýsta á næstu dögum. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Mikið hefur verið um uppsagnir hjá lykilstarfsmönnum Wow air að undanförnu. Í fyrradag lét af störfum framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins, Linda Jóhannsdóttir, en hún hafði starfað hjá Wow air síðan á árinu 2012. Þá hætti Inga Birna Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugfélagsins, í mars síðastliðnum. Í febrúar hætti þáverandi markaðsstjóri, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, og Guðrún Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmannastjóri, lét af störfum í desember í fyrra eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í um átta mánuði. Þá sagði Guðmundur Arnar Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður markaðssviðs Wow air, upp störfum í apríl 2013 en hann hóf störf hjá Wow air í janúar 2012. Fyrir utan framangreinda einstaklinga hafa fleiri látið af störfum á þeim rúmu tveimur árum sem flugfélagið hefur verið starfandi og því ljóst að starfsmannavelta félagsins er nokkuð hröð. Fréttablaðið ræddi við tvo fyrrverandi stjórnendur sem sögðu ljóst að um stjórnendavanda væri eða hefði verið að ræða. Það gæti verið mjög erfitt að vinna í þessu umhverfi og það vekti athygli að lítið sé eftir af upprunalega liðinu.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir meirihluta þeirra sem voru með félaginu við stofnun þess enn við störf. „Við vorum sjö eða átta til að byrja með í byrjun ársins 2012. Þar af eru fjórir eða meirihlutinn enn þá að vinna hjá fyrirtækinu. Hér er mjög gott andrúmsloft og bjart fram undan hjá Wow air,“ segir Svanhvít.Skúli Mogensen, forstjóri fyrirtækisins, tekur í sama streng og Svanhvít. „Við erum orðin 175 starfsmenn núna og veltum tíu milljörðum í fyrra á fyrsta heila starfsárinu okkar. Við gerum miklar kröfur og ætlum okkur enn stærri hluti í framtíðinni. Það er alveg ljóst að það hentar ekki öllum að vinna undir slíku álagi til lengdar og það er líka mjög eðlilegt að skipta um mannskap. Það þarf mismunandi hæfileika til að fara úr núll í tíu milljarða og svo úr tíu í 30 milljarða,“ sagði Skúli í samtali við Fréttablaðið. Tilkynnt var um ráðningu Arnars Más Arnþórssonar, nýs framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins, í gær og Skúli segir stöðu fjármálastjóra verða auglýsta á næstu dögum.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira