Körfubolti

Jordan viðurkennir að hafa verið rasisti

Jordan og LeBron James.
Jordan og LeBron James. visir/getty
Það er mikið talað um kynþáttahatur í NBA-deildinni þessa dagana í kjölfar þess að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, var dæmdur í lífstíðarbann frá deildinni fyrir rasisma.

Fjölmargir þekktir einstaklingar stigu þá fram á sjónvarsviðið og létu Sterling heyra það. Þar á meðal besti körfuknattleiksmaður allra tíma, Michael Jordan.

"Það er ekkert rými í NBA-deildinni eða annars staðar fyrir rasisma og það hatur sem Sterling býr yfir. Það er viðbjóðslegt að sjá að svona fáfrótt fólk sé enn til í okkar landi. Í deild þar sem blökkumenn eru í meirihluti er ótrúlegt að upplifa svona," sagði Jordan.

Hann viðurkennir í nýrri bók að hafa verið rasisti sjálfur þegar hann var unglingur. Jordan var rekinn tímabundið úr skóla fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir að hvít stúlka kallaði hann niggara.

"Ég kastaði gosflösku í hana. Þetta var mjög erfitt ár. Ég var uppreisnargjarn og leit á mig sem rasista á þessum tíma. Ég var á móti öllu hvítu fólki," sagði Jordan en hann var 14 ára þegar þetta atvik átti sér stað.

Bókin heitir Michael Jordan: The Life og er eftir Roland Lazenby.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×