Viðskipti innlent

Guðrún nýr fjármálastjóri Wow air

Haraldur Guðmundsson skrifar
Guðrún var fjármálastjóri Viðskiptráðs Íslands 2010–2012 og vann að sérverkefnum hjá Landsbankanum 2007–2008
Guðrún var fjármálastjóri Viðskiptráðs Íslands 2010–2012 og vann að sérverkefnum hjá Landsbankanum 2007–2008
Guðrún Valdimarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs WOW air.

Hún hóf störf hjá fyrirtækinu  í febrúar 2013 og hefur gegnt starfi fjármálastjóra Títan fjárfestingafélags, móðurfélags WOW air, og annarra einkafélaga Skúla Mogensen.

Guðrún var fjármálastjóri Viðskiptráðs Íslands 2010–2012 og vann að sérverkefnum hjá Landsbankanum 2007–2008.Frá 2001–2007 starfaði hún hjá Kreditkorti sem lánastjóri, þjónustustjóri, deildarstjóri sölusviðs og framkvæmdastjóri sölusviðs. Hún situr í stjórn Cargo Express og WOW travel. Hún er viðskiptafræðingur að mennt með MBA og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Eiginmaður Guðrúnar er Hörður Felix Harðarson lögmaður og saman eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×