Tjónið sagt nema 67 milljörðum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2014 17:42 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00