Viðskipti innlent

Vandræði með debetkort og dælulykla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Stefán
Margir landsmenn áttu í basli með að nota debetkort og dælulykla í skamma stund eftir hádegi í dag.

Ástæðuna má rekja til bilunar hjá Reiknistofu bankanna. Herdís Pála Pálsdóttir hjá Reiknistofu bankanna staðfesti við Vísi að bilunin hefði staðið yfir í rúman stundarfjórðung um tvöleytið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×