Svipmynd Markaðarins: Styður Njarðvíkurliðin og Barcelona Haraldur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2014 08:42 Margrét var sjálfkörin formaður SVÞ í mars. Vísir/Vilhelm „Núna boða stjórnvöld miklar breytingar sem tengjast verslun og þjónustu eins og niðurfellingar á vörugjöldum, lækkun á tollum og samning með landbúnaðarvörur erlendis. Það eru því spennandi tímar fram undan,“ segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og framkvæmdastjóri hjá Deloitte. Margrét var sjálfkjörin formaður SVÞ á aðalfundi samtakanna í mars. Hún tók þá við keflinu af nöfnu sinni Margréti Kristmannsdóttur, sem hafði verið formaður samtakanna frá 2009. „Ég hef verið spurð hvort það sé ekkert að gera hjá mér í vinnunni fyrst ég gat tekið að mér formennsku hjá SVÞ. En svo er ekki. Þetta bætist bara við sem áhugamál en það er verra ef þetta fer að hafa áhrif á forgjöfina í golfinu,“ segir Margrét og hlær. Hún sér um allt sem tengist daglegum rekstri Deloitte og hefur starfað hjá fyrirtækinu í fimmtán ár. „Ég var ráðin eftir að ég flutti heim frá Norður-Karólínu þar sem ég lauk MBA-námi við Western Carolina University,“ segir Margrét. Þar áður hafði hún stundað háskólanám í Frakklandi, við Íþróttakennaraháskóla Íslands og Kennaraháskólann. „Það sem gerir fyrirtækið frábært, og það var mjög mikil framsýni hjá eigendunum sem fyrir voru, er að menn voru á sínum tíma tilbúnir til að gera breytingar. Okkur tókst mjög vel að vinna saman við að byggja upp þetta stóra og öfluga fyrirtæki sem Deloitte er í dag með um 200 starfsmenn.“ Margrét ólst upp í Reykjanesbæ en er fædd á Ísafirði. Hún er Njarðvíkingur og dyggur stuðningsmaður Njarðvíkurliðanna í körfubolta. „Við höfum verið að lána menn hingað og þangað um landið til að efla körfuboltaíþróttina,“ segir Margrét ánægð með sitt félag. „Ég horfi einnig mikið á knattspyrnu og finnst það alveg ótrúlega skemmtileg íþrótt. Ég elska spænska boltann og ég held með Barcelona en eiginmaðurinn segir að þetta sé ekki almennilegur fótbolti.“ Margrét er gift Sigurði Guðnasyni, starfsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar. Þau eiga saman tvö börn, Albert Karl, sem lést árið 2011, og Sigríði. Fyrir átti Sigurður dótturina Sylvíu Rós. „Sigurður var áður að þjálfa í knattspyrnu. Hann þjálfaði meðal annars fótboltalið í yngri flokkum í Norður-Karólínu á sínum tíma, enda hefði hann ekki þolað að vera heimavinnandi húsfaðir.“Jónína A. SandersJónína A. Sanders, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá ÁTVR„Góður námsmaður og vinur er það fyrsta sem mér dettur í hug til að lýsa systur minni. Hún byrjaði ung í félagsmálum og einn af hennar styrkleikum er sá að hún er góður mannasættir. Margrét er bæði raunsæ og heiðarleg, sem er góð blanda með keppnisskapinu sem hún býr yfir í ríkum mæli. Þessir eiginleikar eiga örugglega eftir að koma sér vel hjá SVÞ. Við Margrét erum mjög góðar vinkonur og eigum mörg sameiginleg áhugamál. Eitt af því er golf sem við reynum að stunda eins mikið og mögulegt er. Fyrir fólk eins og okkur með mikið keppnisskap þá reynir stundum verulega á þolinmæðina hjá eiginmönnunum.“Sigrún Ragna ÓlafsdóttirSigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS „Við Margrét erum góðar vinkonur en við kynntumst þegar við unnum um árabil saman hjá Deloitte. Margrét er frábær samstarfsfélagi og vinkona og hún er mjög hvetjandi, sem er mikill kostur. Hún er mikil keppnismanneskja, markmiðadrifin og framsýn. Hún hefur mikinn áhuga á að stuðla að umbótum í sínu nánasta umhverfi, sem og í samfélaginu í heild, en hún hefur lengi haft mikinn áhuga á ýmsum félagsmálum og stjórnmálum og látið til sín taka á þeim vettvangi. Hún er traust og hefur gott lag á að fá fólk til að vinna með sér að því að ná árangri.“ Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
„Núna boða stjórnvöld miklar breytingar sem tengjast verslun og þjónustu eins og niðurfellingar á vörugjöldum, lækkun á tollum og samning með landbúnaðarvörur erlendis. Það eru því spennandi tímar fram undan,“ segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og framkvæmdastjóri hjá Deloitte. Margrét var sjálfkjörin formaður SVÞ á aðalfundi samtakanna í mars. Hún tók þá við keflinu af nöfnu sinni Margréti Kristmannsdóttur, sem hafði verið formaður samtakanna frá 2009. „Ég hef verið spurð hvort það sé ekkert að gera hjá mér í vinnunni fyrst ég gat tekið að mér formennsku hjá SVÞ. En svo er ekki. Þetta bætist bara við sem áhugamál en það er verra ef þetta fer að hafa áhrif á forgjöfina í golfinu,“ segir Margrét og hlær. Hún sér um allt sem tengist daglegum rekstri Deloitte og hefur starfað hjá fyrirtækinu í fimmtán ár. „Ég var ráðin eftir að ég flutti heim frá Norður-Karólínu þar sem ég lauk MBA-námi við Western Carolina University,“ segir Margrét. Þar áður hafði hún stundað háskólanám í Frakklandi, við Íþróttakennaraháskóla Íslands og Kennaraháskólann. „Það sem gerir fyrirtækið frábært, og það var mjög mikil framsýni hjá eigendunum sem fyrir voru, er að menn voru á sínum tíma tilbúnir til að gera breytingar. Okkur tókst mjög vel að vinna saman við að byggja upp þetta stóra og öfluga fyrirtæki sem Deloitte er í dag með um 200 starfsmenn.“ Margrét ólst upp í Reykjanesbæ en er fædd á Ísafirði. Hún er Njarðvíkingur og dyggur stuðningsmaður Njarðvíkurliðanna í körfubolta. „Við höfum verið að lána menn hingað og þangað um landið til að efla körfuboltaíþróttina,“ segir Margrét ánægð með sitt félag. „Ég horfi einnig mikið á knattspyrnu og finnst það alveg ótrúlega skemmtileg íþrótt. Ég elska spænska boltann og ég held með Barcelona en eiginmaðurinn segir að þetta sé ekki almennilegur fótbolti.“ Margrét er gift Sigurði Guðnasyni, starfsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar. Þau eiga saman tvö börn, Albert Karl, sem lést árið 2011, og Sigríði. Fyrir átti Sigurður dótturina Sylvíu Rós. „Sigurður var áður að þjálfa í knattspyrnu. Hann þjálfaði meðal annars fótboltalið í yngri flokkum í Norður-Karólínu á sínum tíma, enda hefði hann ekki þolað að vera heimavinnandi húsfaðir.“Jónína A. SandersJónína A. Sanders, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá ÁTVR„Góður námsmaður og vinur er það fyrsta sem mér dettur í hug til að lýsa systur minni. Hún byrjaði ung í félagsmálum og einn af hennar styrkleikum er sá að hún er góður mannasættir. Margrét er bæði raunsæ og heiðarleg, sem er góð blanda með keppnisskapinu sem hún býr yfir í ríkum mæli. Þessir eiginleikar eiga örugglega eftir að koma sér vel hjá SVÞ. Við Margrét erum mjög góðar vinkonur og eigum mörg sameiginleg áhugamál. Eitt af því er golf sem við reynum að stunda eins mikið og mögulegt er. Fyrir fólk eins og okkur með mikið keppnisskap þá reynir stundum verulega á þolinmæðina hjá eiginmönnunum.“Sigrún Ragna ÓlafsdóttirSigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS „Við Margrét erum góðar vinkonur en við kynntumst þegar við unnum um árabil saman hjá Deloitte. Margrét er frábær samstarfsfélagi og vinkona og hún er mjög hvetjandi, sem er mikill kostur. Hún er mikil keppnismanneskja, markmiðadrifin og framsýn. Hún hefur mikinn áhuga á að stuðla að umbótum í sínu nánasta umhverfi, sem og í samfélaginu í heild, en hún hefur lengi haft mikinn áhuga á ýmsum félagsmálum og stjórnmálum og látið til sín taka á þeim vettvangi. Hún er traust og hefur gott lag á að fá fólk til að vinna með sér að því að ná árangri.“
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun