Orðnir óþreyjufullir að ná samningum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2014 11:16 Stærstur hluti afborgana þjóðarbúsins í erlendri mynt eru afborganir af skuldum ríkisbankans Landsbankans við þrotabú gamla bankans. Lítið hefur þokast í viðræðum um að endursemja um þessar skuldir. Landsbankinn sem er að stærstum hluta í ríkiseigu hefur á undanförnum verið að kaupa upp mikið af gjaldeyri á lausu. Ástæðan er sú að bankinn er að safna gjaldeyri til að standa undir afborgunum á 240 milljarða skuldabréfum hjá slitabúi gamla Landsbankans, LBI, sem eru á gjalddaga á árunum 2014 til 2018. Skuldin er tryggð með veði í eignum bankans. Skuldabréfin voru hluti af uppgjöri milli LBI og Landsbankans vegna þeirra eigna sem teknar voru yfir í nýja bankann í krafti neyðarlaganna eftir í hruninu. Endurgreiðsluvandi þjóðarbúsins felst í því að viðskiptaafgangur af vöru og þjónustuviðskiptum í erlendum gjaldeyri stendur ekki undir erlendum afborgunum eftir árið 2016. Stærstur hluti þessa vanda tengist skuldabréfunum hjá Landsbankanum við LBI, eins og Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum rakti í þessari frétt. Slitastjórn Landsbankans, LBI, er til húsa í Glæsibæ 74. Í móttökunni er grafinn skjöldur með merki slitabúsins, sem var hannað eftir bankahrunið. Að öllum líkindum til að aðgreina slitabúið frá Landsbankanum.Mynd/ÞÞEngar viðræður hafnar Slitastjórn Landsbankans, LBI, er í þessu skrifstofuhúsnæði í Glæsibæ (Sjá myndskeið). Þegar við komum á staðinn þá var talsmaður LBI, ekki við. Þá voru engir fulltrúar slitastjórnar á svæðinu og því var enginn í aðstöðu til að veita fréttastofunni viðtal vegna málsins. Fréttastofan hefur nokkrum sinnum óskað eftir viðtali við slitastjórn bankans vegna þessara viðræðna við Landsbankann. Slíkum fyrirspurnum hefur alltaf verið synjað. Talsverðrar óánægju gætir hjá Landsbankanum um að enn hafi ekki tekist að lengja í þessum skuldabréfum við LBI, þ.e. fresta gjalddögum lengra inn í framtíðina. Í raun hefur verið hálfgerð pattstaða í málinu um langa hríð. Í fréttaskýringu Harðar Ægissonar í Morgunblaðinu frá 15. mars, sem byggð er á minnisblaði sem kröfuhafar gamla bankans fengu afhent, kom fram að talsvert hafi borið á milli Landsbankans og slitastjórnar um sjálfa viðræðuskilmálana, hvað þá að hefja viðræðurnar sjálfar. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hefur í viðtölum furðað sig á því að slitastjórn, sem hafi það að markmiði að hraða slitum, hafi ekki viljað hefja formlegar viðræður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmenn Landsbankans orðnir óþreyjufullir að fá niðurstöðu í málið og ná samningum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Stærstur hluti afborgana þjóðarbúsins í erlendri mynt eru afborganir af skuldum ríkisbankans Landsbankans við þrotabú gamla bankans. Lítið hefur þokast í viðræðum um að endursemja um þessar skuldir. Landsbankinn sem er að stærstum hluta í ríkiseigu hefur á undanförnum verið að kaupa upp mikið af gjaldeyri á lausu. Ástæðan er sú að bankinn er að safna gjaldeyri til að standa undir afborgunum á 240 milljarða skuldabréfum hjá slitabúi gamla Landsbankans, LBI, sem eru á gjalddaga á árunum 2014 til 2018. Skuldin er tryggð með veði í eignum bankans. Skuldabréfin voru hluti af uppgjöri milli LBI og Landsbankans vegna þeirra eigna sem teknar voru yfir í nýja bankann í krafti neyðarlaganna eftir í hruninu. Endurgreiðsluvandi þjóðarbúsins felst í því að viðskiptaafgangur af vöru og þjónustuviðskiptum í erlendum gjaldeyri stendur ekki undir erlendum afborgunum eftir árið 2016. Stærstur hluti þessa vanda tengist skuldabréfunum hjá Landsbankanum við LBI, eins og Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum rakti í þessari frétt. Slitastjórn Landsbankans, LBI, er til húsa í Glæsibæ 74. Í móttökunni er grafinn skjöldur með merki slitabúsins, sem var hannað eftir bankahrunið. Að öllum líkindum til að aðgreina slitabúið frá Landsbankanum.Mynd/ÞÞEngar viðræður hafnar Slitastjórn Landsbankans, LBI, er í þessu skrifstofuhúsnæði í Glæsibæ (Sjá myndskeið). Þegar við komum á staðinn þá var talsmaður LBI, ekki við. Þá voru engir fulltrúar slitastjórnar á svæðinu og því var enginn í aðstöðu til að veita fréttastofunni viðtal vegna málsins. Fréttastofan hefur nokkrum sinnum óskað eftir viðtali við slitastjórn bankans vegna þessara viðræðna við Landsbankann. Slíkum fyrirspurnum hefur alltaf verið synjað. Talsverðrar óánægju gætir hjá Landsbankanum um að enn hafi ekki tekist að lengja í þessum skuldabréfum við LBI, þ.e. fresta gjalddögum lengra inn í framtíðina. Í raun hefur verið hálfgerð pattstaða í málinu um langa hríð. Í fréttaskýringu Harðar Ægissonar í Morgunblaðinu frá 15. mars, sem byggð er á minnisblaði sem kröfuhafar gamla bankans fengu afhent, kom fram að talsvert hafi borið á milli Landsbankans og slitastjórnar um sjálfa viðræðuskilmálana, hvað þá að hefja viðræðurnar sjálfar. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hefur í viðtölum furðað sig á því að slitastjórn, sem hafi það að markmiði að hraða slitum, hafi ekki viljað hefja formlegar viðræður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru starfsmenn Landsbankans orðnir óþreyjufullir að fá niðurstöðu í málið og ná samningum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira