Axel Kárason, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans í danska liðinu Værloese, töpuðu á heimavelli, 89-68, fyrir Falcon í umspili um áframhaldandi sæti í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Værloese var yfir í hálfleik, 42-34, en allt gekk á afturfótunum í seinni hálfleik. Þriðja leikhluta tapaði liðið, 22-6, og þeim síðasta með 13 stiga mun, 33-20. Gestirnir höfðu því öruggan 21 stigs sigur, 89-68.
Axel skoraði þrjú stig og tók sjö fráköst á 26 mínútum í leiknum. Einu stigin skoraði hann úr þriggja stiga skoti.
Værloese endaði deildarkeppnina í neðsta sæti með 10 stig en Falcon endaði í næst neðsta sæti með 18 stig.
