Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Frakkland 21-27 | Ágæt frammistaða Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 26. mars 2014 10:00 Vísir/Stefán Frakkland vann Íslands 27-21 í þriðju umferð undankeppni Evrópumeistaramótsins kvenna í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Staðan í hálfleik var 15-11 Frökkum í vil. Frakkland byrjaði leikinn mun betur. Gestirnir komust í 8-4 og voru mun sterkari. Franska liðið lék frábæra vörn og sóknin gekk vel. Frakkland náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik 13-7. Íslenska liðið náði þó áttum er leið á fyrri hálfleik og vörnin fór að ganga mun betur og það skilaði nokkrum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það varð til þess að Ísland náði að minnka muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik 11-15. Ísland náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik, 16-14. Íslenska liðið mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Liðið lék öfluga vörn sem Frakkar fundu engin svör við fyrr en Alain Portes þjálfari tók leikhlé þegar aðeins níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann fann svörin á vörninni en þegar vörnin náði sér á strik átti ÍrisBjörk Símonardóttir sinn besta kafla í leiknum og þá fékk Ísland mörk úr hraðaupphlaupum. Franska liðið er ekki fljótt til baka í vörnina en liðið er ákaflega fljótt fram og fékk nokkur mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið náði aldrei að gera leikinn mjög spennandi. Aðeins fimm íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum en marga leikmenn vantaði vegna meiðsla. Karen Knútsdóttir átti mjög góðan leik en þreyttist í seinni hálfleik og hefði þurft að hvíla hana fyrr í leiknum. Þórey Rósa Stefánsdóttir var mjög öflug í hægra horninu og Ramune Perkaskyte átti góða kafla í leiknum. Karen: Þurfum meira af auðveldum mörkum.„Við vorum að elta allan leikinn en náðum ágætis skorpum þar sem við komum þessu niður í tvö, þrjú mörk. Við töpum boltanum óþarflega oft beint í hendurnar á þeim og þetta er lið sem refsar strax í bakið,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands. „Þetta er heimsklassalið sem tapar ekki svo auðveldlega niður forskoti. Við erum með nýtt lið og erum búnar að fá lítinn tíma saman, fáar æfingar. Ég er stolt af liðinu. Við börðumst allan tímann og það kom maður í manns stað. „Við erum bara búnar að taka fjórar æfingar. Það hefur sitt að segja til að ná að slípa sóknarleikinn betur. Hann var stirður í fyrri hálfleik en það kom aðeins meira flæði í seinni hálfleik og með hraðaupphlaupum náðum við að minnka muninn,“ sagði Karen sem stefnir ekki á annað en sigur í Frakklandi á laugardaginn. Hún vill síður þurfa að treysta á franskan sigur í Slóvakíu í júní til að fá hreinan úrslitaleik gegn Slóvakíu hér heima 15. júní. „ Það er ekkert víst að þessi leikur gegn Slóvakíu verði hreinn úrslitaleikur. Við förum í þennan leik í Frakklandi til að vinna og gera okkar besta. Við þurfum að slípa nokkra hluti betur saman og fá betra flæði í sóknarleikinn. Við reynum að fá sem mest út úr þessum leik úti. „Við náðum ágætis köflum í seinni hálfleik og þá kom Íris upp í markinu. Um leið og það kemur þá skilar það hraðaupphlaupum og það þurfum við að fá í leiknum í Frakklandi. Það er erfitt að stilla upp í sókn á móti þeim. Við þurfum meira af auðveldum mörkum,“ sagði Karen. Þórey: Svekkt að við náðum ekki að refsa þeim aðeins betur„Eftir leik er ég svekkt með að ná ekki jafnvel að vinna þær eða ná af þeim stigi, það er góðs viti og þýðir að við höfum átt ágætis leik gegn svona sterku liði,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands sem skoraði úr öllum skotum sínum í dag. „Við erum bara fjórum undir í hálfleik og finnst við vera í bullandi séns í hálfleik. Við minnkum þetta í tvö mörk. Þetta er hörkuleikur en þær ná að rúlla betur á liðinu sínu og við missum aðeins maður á mann og sendingarnar í sókninni eru ekki nógu öruggar. „Mér finnst við geta keyrt aðeins betur á þær. Þær eru lengi til baka og voru á hálfum hraða. Ég er svekkt að við náðum ekki að refsa þeim aðeins betur. „Þær nenna ekki til baka og við verðum að nýta það. Við áttum fínan leik en það eru nokkrir hlutir sem við getum bætt og við erum bjartsýn og jákvæð fyrir seinni leikinn,“ sagði Þórey Rósa. Ágúst: Margir ljósir punktar„Heilt yfir var margt mjög gott. Við erum með óreynt lið gegn gríðarlega sterku liði. Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn í kvöld. „Við ætluðum að vera ákveðnar að mæta þeim og klára brotin strax í byrjun en því miður þá náðum við að mæta þeim en ekki klára brotin. Vörnin lak virkilega fyrstu fimmtán mínúturnar og markvarslan var því miður ekki nógu góð. Sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við reyndum að rúlla varnarleiknum og koma þeim aðeins á óvart og það gekk ágætlega. „Liðið gafst aldrei upp og það var mikill karakter og vinnusemi í liðinu í 60 mínútur. Íris kom flott upp í seinni hálfleik og við vorum klaufar í nokkur skipti í seinni hálfleik þegar við erum að keyra aðra bylgjuna. Þá köstum við boltanum illa frá okkur og það er dýrt gegn svona liði. „Það voru margir ljósir punktar. Karen spilaði frábærlega, hún stýrði sókninni gríðarlega vel og tók vel á skarið. Ramune var flott og Þórey með fín slútt. Það var góð vinna hjá Örnu (Sif Pálsdóttur) varnarlega og sóknarlega. „Það vantar einhverja átta, níu lykil leikmenn en þær sem spiluðu stóðu sig vel heilt yfir. Við þurfum alls ekki að skammast okkar fyrir þessa frammistöðu,“ sagði Ágúst. „Við ætlum að reyna að gera aðeins betur úti þó við vitum að Frakkar eru erfiðir heim að sækja. Það er mikil stemning og góð mæting á þeirra leikjum í Frakklandi. „Ef við spilum svipað og við gerðum í kvöld og bætum fyrir þessa litlu ódýru mistök sem kosta okkur mikið í lokin og fáum jafnari markvörslu þá er aldrei að vita hvað gerist.“ EM 2014 kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Frakkland vann Íslands 27-21 í þriðju umferð undankeppni Evrópumeistaramótsins kvenna í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Staðan í hálfleik var 15-11 Frökkum í vil. Frakkland byrjaði leikinn mun betur. Gestirnir komust í 8-4 og voru mun sterkari. Franska liðið lék frábæra vörn og sóknin gekk vel. Frakkland náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik 13-7. Íslenska liðið náði þó áttum er leið á fyrri hálfleik og vörnin fór að ganga mun betur og það skilaði nokkrum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það varð til þess að Ísland náði að minnka muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik 11-15. Ísland náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik, 16-14. Íslenska liðið mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Liðið lék öfluga vörn sem Frakkar fundu engin svör við fyrr en Alain Portes þjálfari tók leikhlé þegar aðeins níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hann fann svörin á vörninni en þegar vörnin náði sér á strik átti ÍrisBjörk Símonardóttir sinn besta kafla í leiknum og þá fékk Ísland mörk úr hraðaupphlaupum. Franska liðið er ekki fljótt til baka í vörnina en liðið er ákaflega fljótt fram og fékk nokkur mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið náði aldrei að gera leikinn mjög spennandi. Aðeins fimm íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum en marga leikmenn vantaði vegna meiðsla. Karen Knútsdóttir átti mjög góðan leik en þreyttist í seinni hálfleik og hefði þurft að hvíla hana fyrr í leiknum. Þórey Rósa Stefánsdóttir var mjög öflug í hægra horninu og Ramune Perkaskyte átti góða kafla í leiknum. Karen: Þurfum meira af auðveldum mörkum.„Við vorum að elta allan leikinn en náðum ágætis skorpum þar sem við komum þessu niður í tvö, þrjú mörk. Við töpum boltanum óþarflega oft beint í hendurnar á þeim og þetta er lið sem refsar strax í bakið,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands. „Þetta er heimsklassalið sem tapar ekki svo auðveldlega niður forskoti. Við erum með nýtt lið og erum búnar að fá lítinn tíma saman, fáar æfingar. Ég er stolt af liðinu. Við börðumst allan tímann og það kom maður í manns stað. „Við erum bara búnar að taka fjórar æfingar. Það hefur sitt að segja til að ná að slípa sóknarleikinn betur. Hann var stirður í fyrri hálfleik en það kom aðeins meira flæði í seinni hálfleik og með hraðaupphlaupum náðum við að minnka muninn,“ sagði Karen sem stefnir ekki á annað en sigur í Frakklandi á laugardaginn. Hún vill síður þurfa að treysta á franskan sigur í Slóvakíu í júní til að fá hreinan úrslitaleik gegn Slóvakíu hér heima 15. júní. „ Það er ekkert víst að þessi leikur gegn Slóvakíu verði hreinn úrslitaleikur. Við förum í þennan leik í Frakklandi til að vinna og gera okkar besta. Við þurfum að slípa nokkra hluti betur saman og fá betra flæði í sóknarleikinn. Við reynum að fá sem mest út úr þessum leik úti. „Við náðum ágætis köflum í seinni hálfleik og þá kom Íris upp í markinu. Um leið og það kemur þá skilar það hraðaupphlaupum og það þurfum við að fá í leiknum í Frakklandi. Það er erfitt að stilla upp í sókn á móti þeim. Við þurfum meira af auðveldum mörkum,“ sagði Karen. Þórey: Svekkt að við náðum ekki að refsa þeim aðeins betur„Eftir leik er ég svekkt með að ná ekki jafnvel að vinna þær eða ná af þeim stigi, það er góðs viti og þýðir að við höfum átt ágætis leik gegn svona sterku liði,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornamaður Íslands sem skoraði úr öllum skotum sínum í dag. „Við erum bara fjórum undir í hálfleik og finnst við vera í bullandi séns í hálfleik. Við minnkum þetta í tvö mörk. Þetta er hörkuleikur en þær ná að rúlla betur á liðinu sínu og við missum aðeins maður á mann og sendingarnar í sókninni eru ekki nógu öruggar. „Mér finnst við geta keyrt aðeins betur á þær. Þær eru lengi til baka og voru á hálfum hraða. Ég er svekkt að við náðum ekki að refsa þeim aðeins betur. „Þær nenna ekki til baka og við verðum að nýta það. Við áttum fínan leik en það eru nokkrir hlutir sem við getum bætt og við erum bjartsýn og jákvæð fyrir seinni leikinn,“ sagði Þórey Rósa. Ágúst: Margir ljósir punktar„Heilt yfir var margt mjög gott. Við erum með óreynt lið gegn gríðarlega sterku liði. Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn í kvöld. „Við ætluðum að vera ákveðnar að mæta þeim og klára brotin strax í byrjun en því miður þá náðum við að mæta þeim en ekki klára brotin. Vörnin lak virkilega fyrstu fimmtán mínúturnar og markvarslan var því miður ekki nógu góð. Sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við reyndum að rúlla varnarleiknum og koma þeim aðeins á óvart og það gekk ágætlega. „Liðið gafst aldrei upp og það var mikill karakter og vinnusemi í liðinu í 60 mínútur. Íris kom flott upp í seinni hálfleik og við vorum klaufar í nokkur skipti í seinni hálfleik þegar við erum að keyra aðra bylgjuna. Þá köstum við boltanum illa frá okkur og það er dýrt gegn svona liði. „Það voru margir ljósir punktar. Karen spilaði frábærlega, hún stýrði sókninni gríðarlega vel og tók vel á skarið. Ramune var flott og Þórey með fín slútt. Það var góð vinna hjá Örnu (Sif Pálsdóttur) varnarlega og sóknarlega. „Það vantar einhverja átta, níu lykil leikmenn en þær sem spiluðu stóðu sig vel heilt yfir. Við þurfum alls ekki að skammast okkar fyrir þessa frammistöðu,“ sagði Ágúst. „Við ætlum að reyna að gera aðeins betur úti þó við vitum að Frakkar eru erfiðir heim að sækja. Það er mikil stemning og góð mæting á þeirra leikjum í Frakklandi. „Ef við spilum svipað og við gerðum í kvöld og bætum fyrir þessa litlu ódýru mistök sem kosta okkur mikið í lokin og fáum jafnari markvörslu þá er aldrei að vita hvað gerist.“
EM 2014 kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira