Griffin sjóðheitur í áttunda sigri Clippers í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:13 Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty
NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira