Körfubolti

Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum.

Collins opinberaði samkynhneigð sína í viðtali við Sports Illustrated í apríl á síðasta ári en var án félags þar til að Brooklyn Nets gerði skammtímasamning við hann í gær.

Hann spilaði í rúmar tíu mínútur í sigri Brooklyn á LA Lakers, 108-102, en náði ekki að skora. Hann tók tvö fráköst og fékk fimm villur.

Collins, sem er 35 ára, á tólf ára feril að baki í NBA-deildinni og spilaði fyrstu sex árin sín hjá Nets. Þetta var hans fyrsti leikur síðan 17. apríl en þá var hann á mála hjá Wasington Wizards.

Deron Williams fór mikinn í leiknum fyrir Nets í nótt og skoraði 30 stig. Paul Pierce bætti við 25 stigum.

Miami vann Chicago, 93-79, þó svo að LeBron James hafi misst af leiknum þar sem hann er nefbrotinn. Chris Bosh var með 28 stig og tíu fráköst og Dwyane Wade 23 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar.



LA Clippers vann Oklahoma City, 125-117, eins og fjallað er um hér en Oklahoma City tapaði í gær sínum öðrum leik í röð og hefur ekki fengið á sig svo mörg stig í einum leik á tímabilinu til þessa.

NBA í nótt:

Oklahoma City - LA Clippers 117-125

Miami - Chicago 93-79

Cleveland - Washington 83-96

Toronto - Orlando 105-90

Denver - Sacramento 95-109

Phoenix - Houston 112-115

LA Lakers - Brooklyn 102-108

Portland - Minnesota 108-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×