WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. janúar 2014 19:39 WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar sem komi í veg fyrir heilbrigða samkeppni á flugmarkaði. „Ef við fáum ekki úthlutað brottfaratíma sem við þurfum þá munum við ekki geta hafið flug til Norður-Ameríku á þessu ári,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Deilan snýst um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 seint á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið kvað upp úrskurð sinn í nóvember að WOW Air ætti rétt á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli til jafns við Icelandair í Norður-Ameríkuflugi milli klukkan 16 og 17 síðdegis.Lykilatriði að fá þessa afgreiðslutíma „Samkeppniseftirlitið, eftir að hafa grandskoðað málið, kemst að mjög skýrri niðurstöðu um að það sé lykilatriði að við fáum nákvæmlega þessa tíma til að geta haldið uppi flugi á þessari flugleið,“ segir Skúli. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar ákvað að skjóta málinu til áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins sem mun ekki kveða upp sinn dóm fyrr en í næsta mánuði. Það er of seint fyrir WOW Air sem mun að öllu óbreyttu hætta við flug til Boston sem áformað var frá og með sumarbyrjun.Vernda einokunaraðstöðu Icelandair „Það er mjög umhugsunarvert að Isavia og stjórnsýslan skuli vera að vernda einokunaraðstöðu Icelandair með þessu móti á kostnað skattgreiðenda,“ segir Skúli ósáttur. Talsmenn Isavia segja fyrirtækið ekki koma að úthlutun afgreiðslutíma og því hafi málinu verið skotið til áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins. Þeir sérfræðingar í flugmálum sem fréttastofa ræddi við í dag segja að WOW Air gera Isavia að blóraböggli í málinu. Félagið sé hreinlega ekki tilbúið í Norður-Ameríkuflug. Skúli neitar þessu og segir félagið hafa lagt mikla vinnu í að hefja flug til Norður-Ameríku. Hann er svartsýnn á framþróun málsins. „Ég er ekki vongóður um það að við náum að klára þetta mál fyrir sumarið.“ Tengdar fréttir Sakar Isavia um að hygla Icelandair Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sakar rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um að draga taum Icelandair í úthlutun á afgreiðslutímum. WOW gæti þurft að draga sig úr samkeppninni í Norður-Ameríkuflugi fái flugfélagið ekki afgreiðslutíma til jafns við Icelandair. 18. desember 2013 20:19 Óvissa ríkir um afgreiðslutíma flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Wow Air getur ekki farið fram á afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í flug til Bandaríkjanna að morgni og seinnipartinn líkt og Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember. 24. janúar 2014 13:17 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar sem komi í veg fyrir heilbrigða samkeppni á flugmarkaði. „Ef við fáum ekki úthlutað brottfaratíma sem við þurfum þá munum við ekki geta hafið flug til Norður-Ameríku á þessu ári,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Deilan snýst um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 seint á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið kvað upp úrskurð sinn í nóvember að WOW Air ætti rétt á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli til jafns við Icelandair í Norður-Ameríkuflugi milli klukkan 16 og 17 síðdegis.Lykilatriði að fá þessa afgreiðslutíma „Samkeppniseftirlitið, eftir að hafa grandskoðað málið, kemst að mjög skýrri niðurstöðu um að það sé lykilatriði að við fáum nákvæmlega þessa tíma til að geta haldið uppi flugi á þessari flugleið,“ segir Skúli. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar ákvað að skjóta málinu til áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins sem mun ekki kveða upp sinn dóm fyrr en í næsta mánuði. Það er of seint fyrir WOW Air sem mun að öllu óbreyttu hætta við flug til Boston sem áformað var frá og með sumarbyrjun.Vernda einokunaraðstöðu Icelandair „Það er mjög umhugsunarvert að Isavia og stjórnsýslan skuli vera að vernda einokunaraðstöðu Icelandair með þessu móti á kostnað skattgreiðenda,“ segir Skúli ósáttur. Talsmenn Isavia segja fyrirtækið ekki koma að úthlutun afgreiðslutíma og því hafi málinu verið skotið til áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins. Þeir sérfræðingar í flugmálum sem fréttastofa ræddi við í dag segja að WOW Air gera Isavia að blóraböggli í málinu. Félagið sé hreinlega ekki tilbúið í Norður-Ameríkuflug. Skúli neitar þessu og segir félagið hafa lagt mikla vinnu í að hefja flug til Norður-Ameríku. Hann er svartsýnn á framþróun málsins. „Ég er ekki vongóður um það að við náum að klára þetta mál fyrir sumarið.“
Tengdar fréttir Sakar Isavia um að hygla Icelandair Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sakar rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um að draga taum Icelandair í úthlutun á afgreiðslutímum. WOW gæti þurft að draga sig úr samkeppninni í Norður-Ameríkuflugi fái flugfélagið ekki afgreiðslutíma til jafns við Icelandair. 18. desember 2013 20:19 Óvissa ríkir um afgreiðslutíma flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Wow Air getur ekki farið fram á afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í flug til Bandaríkjanna að morgni og seinnipartinn líkt og Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember. 24. janúar 2014 13:17 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sakar Isavia um að hygla Icelandair Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sakar rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um að draga taum Icelandair í úthlutun á afgreiðslutímum. WOW gæti þurft að draga sig úr samkeppninni í Norður-Ameríkuflugi fái flugfélagið ekki afgreiðslutíma til jafns við Icelandair. 18. desember 2013 20:19
Óvissa ríkir um afgreiðslutíma flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Wow Air getur ekki farið fram á afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í flug til Bandaríkjanna að morgni og seinnipartinn líkt og Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember. 24. janúar 2014 13:17