Viðskipti innlent

Óvissa ríkir um afgreiðslutíma flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Töf málsins gæti komið flugfélögunum illa en á föstudaginn þurfa þau að staðfesta notkun á þeim afgreiðslutímum sem þeim hefur verið úthlutað.
Töf málsins gæti komið flugfélögunum illa en á föstudaginn þurfa þau að staðfesta notkun á þeim afgreiðslutímum sem þeim hefur verið úthlutað. vísir/óskar
Flugfélagið Wow Air getur ekki farið fram á afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli í flug til Bandaríkjanna að morgni og seinnipartinn líkt og Samkeppniseftirlitið úrskurðaði í nóvember. Það er vefsíðan Túristi.is sem greinir frá þessu.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að réttaráhrifum úrskurðarins skuli frestað þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í málinu, en Isavia og Icelandair kærðu úrskurð Samkeppniseftirlitsins. Á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins segi að áfrýjun eigi ekki að seinka áhrifum úrskurða.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í svari við fyrirspurn Túrista.is í síðustu viku að hann vonaðist til að málið myndi leysast fyrir mánaðarmót en samkvæmt upplýsingum frá áfrýjunarnefndinni mun ákvörðun hennar ekki liggja fyrir í þessum mánuði.

Töf málsins gæti komið flugfélögunum illa en á föstudaginn þurfa þau að staðfesta notkun á þeim afgreiðslutímum sem þeim hefur verið úthlutað. Þá fékk Wow Air ekki þá tíma sem félagið óskaði eftir fyrir flug til New York og Boston og Icelandair hlaut ekki heldur þau pláss sem sótt var um fyrir flug til nýrra áfangastaða í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×