Skattleysismörk lækkuðu greiðslur MP banka um 78 prósent Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2014 22:21 Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu. Fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember lagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingar á frumvarpi um tekjuaðgerðir fjárlaga og sett var inn ákvæði um sérstök skattleysismörk bankskatts sem nema 50 milljörðum króna. Samhliða því var skatturinn hækkaður úr úr 0,041 prósenti í 0,376 prósent, en hann leggst á heildarskuldir banka og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Skattleysismörkin koma sér afar vel fyrir MP banka. Á vefsíðunni Andríki er velt vöngum um hvort breytingin kunni að vera tilviljun í ljósi þess að einn af framkvæmdastjórum bankans er Sigurður Hannesson, ráðgjafi og vinur forsætisráðherra og formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána, en bankaskatturinn á einmitt að fjármagna tillögur nefndarinnar um skuldaleiðréttingu.Hefði þurft að greiða 241 milljón króna án breytingar Ef MP banki þyrfti að greiða 0,376% af skuldum sínum án 50 milljarða skattleysismarkanna þyrfti bankinn að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt. Vegna skattleysismarkanna lækka þessar greiðslur hins vegar í 53 milljónir króna eða um 78 prósent. Útreikningar fréttastofu miðast við síðasta birta ársreikning MP banka fyrir árið 2012.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að meirihluti nefndarinnar hafi lagt til þessa breytingu á frumvarpinu eftir ábendingar frá sérfræðingum um að bankaskatturinn í óbreyttri mynd væri of þungbær fyrir smærri fjármálafyrirtæki. Hann sagði að þessi breyting hefði átt rætur sínar í fjármálaráðuneytinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að í október hefðu komið fram athugasemdir um að skatturinn myndi að óbreyttu leggjast mjög þungt á smærri fjármálafyrirtæki. Því hafi þurft að setja inn ákvæði um skattleysismörkin. Frosti vísaði því á bug að breytingin hefði verið klæðskerasniðin fyrir MP banka en sagði að í raun hefði mátt færa rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í bankahruninu. Sjá viðtal við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent