Vill hvetja félagsmenn VR til að hafna kjarasamningum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2014 15:59 Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. mynd/aðsend Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, vill meina að forsendur fyrir nýjum kjarasamningum séu brostnar. Ragnar tjáir sig um málið á fésbókarsíðu sinni en hann mun ekki vera sáttur við orðræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Kastljósinu í gær þegar hann átti í kappræðum við Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur vildi meina í Kastljósinu í gær að umræddir kjarasamningar sé til marks um kjarkleysi og aumingjadóm verkalýðsforystunnar. „Mín skoðun er sú að við höfum verið illilega tekin í bólinu. Mun væntanlega leggja fram tillögu á stjórnarfundi VR í kvöld um að stjórnin hvetji félagsmenn sína til að hafna nýgerðum kjarasamningi. Ástæðan er ekki endilega sú að Gylfi Arnbjörns hefur sungið sitt síðasta í eyru launafólks með framkomu sinni síðustu vikur sem hann toppaði með eftirminnilegum hætti í gærkvöldi,“ segir á fésbókarsíðu Ragnars. Ragnar vill meina að ástæðan sé aðallega sú að allar forsendur fyrir aðfararsamningnum hafi nú þegar við brostnar eða við það að bresta. „Samanber framkomu stórfyrirtækja með kaupaukakerfi og ofurlaunum lykilstjórnenda með stjórnir lífeyrissjóða á bakvið sig, hækkanir byrgja sem nú liggja fyrir, hækkanir á rafmagni, sykurskatti og öðrum neysluskatti. Það stendur ekki steinn yfir steini og blekið ekki þornað.“ „Ég hef verið að fara yfir verðskrár erlendra byrgja og eru hækkanir á erlendum innkaupsverðum fyrir þetta ár frá bilinu 6-10% og hærra. Framkvæmdastjóri Hagkaupa benti á eftirfarandi hækkanir, Emmess ís 4,5% - Hámark orkudrykkur 5% - Freyju nammi 7% - Brúnegg 4,2% - Lýsi 4%. Rafmagnið 4,5% og svo mætti því miður lengi telja. Þetta er dapur vitnisburður um enn eitt bullið sem launafólk er alið á þegar kemur að loforðum ASÍ/SA um að allir taki nú þátt í að verja stöðugleika og kaupmátt. Algjörlega innihaldslaus loforð eins og venjulega.“ Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, vill meina að forsendur fyrir nýjum kjarasamningum séu brostnar. Ragnar tjáir sig um málið á fésbókarsíðu sinni en hann mun ekki vera sáttur við orðræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Kastljósinu í gær þegar hann átti í kappræðum við Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur vildi meina í Kastljósinu í gær að umræddir kjarasamningar sé til marks um kjarkleysi og aumingjadóm verkalýðsforystunnar. „Mín skoðun er sú að við höfum verið illilega tekin í bólinu. Mun væntanlega leggja fram tillögu á stjórnarfundi VR í kvöld um að stjórnin hvetji félagsmenn sína til að hafna nýgerðum kjarasamningi. Ástæðan er ekki endilega sú að Gylfi Arnbjörns hefur sungið sitt síðasta í eyru launafólks með framkomu sinni síðustu vikur sem hann toppaði með eftirminnilegum hætti í gærkvöldi,“ segir á fésbókarsíðu Ragnars. Ragnar vill meina að ástæðan sé aðallega sú að allar forsendur fyrir aðfararsamningnum hafi nú þegar við brostnar eða við það að bresta. „Samanber framkomu stórfyrirtækja með kaupaukakerfi og ofurlaunum lykilstjórnenda með stjórnir lífeyrissjóða á bakvið sig, hækkanir byrgja sem nú liggja fyrir, hækkanir á rafmagni, sykurskatti og öðrum neysluskatti. Það stendur ekki steinn yfir steini og blekið ekki þornað.“ „Ég hef verið að fara yfir verðskrár erlendra byrgja og eru hækkanir á erlendum innkaupsverðum fyrir þetta ár frá bilinu 6-10% og hærra. Framkvæmdastjóri Hagkaupa benti á eftirfarandi hækkanir, Emmess ís 4,5% - Hámark orkudrykkur 5% - Freyju nammi 7% - Brúnegg 4,2% - Lýsi 4%. Rafmagnið 4,5% og svo mætti því miður lengi telja. Þetta er dapur vitnisburður um enn eitt bullið sem launafólk er alið á þegar kemur að loforðum ASÍ/SA um að allir taki nú þátt í að verja stöðugleika og kaupmátt. Algjörlega innihaldslaus loforð eins og venjulega.“
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira