NBA í nótt: Loksins sigur hjá Miami | Durant með 54 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 11:00 Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121 NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Meistarar Miami Heat komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið vann þá Philadelphia 76ers, 101-86. Miami hafði tapað þremur leikjum í röð en liðið tapaði síðast fjórum í röð í mars árið 2011. Sigurinn í nótt var öruggur en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 25 stig. LeBron James var með 21 stig, tíu stoðsendingar og átta fráköst. Dwyane Wade var með átta stig en hann hélt upp á 32 ára afmæli sitt í gær. Miami er í öðru sæti Austurdeildarinnar með 28 sigurleiki, þremur sigrum á eftir Indiana sem var í fríi í nótt.Toronto er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Minnesota, 94-89. Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og Amir Johnson nítján. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð á heimavelli. Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar, San Antonio og Portland, mættust í Texas þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu níu stiga sigur, 109-100.LaMarcus Aldridge var með 26 stig og þrettán fráköst og Wesley Matthews bætti við 24 stigum fyrir Portland. San Antonio heldur toppsæti sínu í deildinni en tapaði sínum fyrsta leik eftir sex sigra í röð. Manu Ginobili var stigahæstur í liðinu með 29 stig.Oklahoma City er í þriðja sætinu með jafn marga sigra og Portland. Liðið vann Golden State í nótt, 127-121, þar sem að Kevin Durant fór á kostum og skoraði 54 stig. Þar með bætti hann persónulegt met hjá sér. Durant skoraði ellefu stig á tveggja mínútna kafla í fjórða leikhluta en Oklahoma City komst þá sautján stigum yfir. Hann nýtti nítján af 28 skotum sínum í leiknum og ellefu af þrettán vítaköstum.LA Lakers vann Boston, 107-104, í leik gömlu stórveldanna. Rajon Rondo sneri aftur inn á völlinn eftir að hafa verið frá vegna krossbandsslita. Hann klikkaði þó á skoti á lokasekúndunum sem hefði tryggt Boston framlengingu.Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Lakers en bæði lið eru í neðri hluta sinna deilda. Líklegt er að hvorugt lið komist áfram í úrslitakeppnina í vor.Úrslit næturinnar: New York - LA Clippers 95-109 Orlando - Charlotte 101-111 Philadelphia - Miami 86-101 Toronto - Minnesota 94-89 Washington - Chicago 96-93 Boston - LA Lakers 104-107 Detroit - Utah 89-110 Memphis - Sacramento 91-90 San Antonio - Portland 100-109 Denver - Cleveland 109-117 Phoenix - Dallas 107-110 Oklahoma City - Golden State 127-121
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira