Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. október 2014 07:00 Félag atvinnurekenda boðaði til fundar um samkeppnismál í gær. fréttablaðið/GVA Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent