Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. júní 2014 10:24 Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012 og 2013, þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum króna. Vinnslustöðin stefndi íslenska í síðasta mánuði og krafðist þess að fá sérstaka veiðigjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og telur sig vera með sterkt mál í höndunum. „Ég tel að svo sé. Við hefðum ekki farið af stað nema að halda að það vinnist,“ segir Ragnar. Verjendur ríkisins fá frest fram á haust til að skila inn greinargerð í málinu áður en aðalmeðferð fer fram. Ragnar segir að sérstaka veiðigjaldið sé skattheimta sem eigi sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ segir Ragnar ennfremur.Greiddu átta milljarða í sérstakt veiðigjald Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 12,7 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald um átta milljörðum króna. HB Grandi greiddi mest allra fyrirtækja í veiðigjald á umræddu fiskveiðiári eða rétt tæpa tvo milljarða króna. Samherji greiddi næstmest eða rúma 1,2 milljarða. Ragnar á von á því að önnur sjávarútvegsfyrirtæki muni höfða mál fari svo að Vinnslustöðin hafi betur í dómsal. „Þetta eru útreikningar, sem lagðir eru til grundvallar skattheimtunni, sem skattaðilinn hefur ekki nokkra minnstu möguleika á að staðreyna hvort séu réttir.“ Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012 og 2013, þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum króna. Vinnslustöðin stefndi íslenska í síðasta mánuði og krafðist þess að fá sérstaka veiðigjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og telur sig vera með sterkt mál í höndunum. „Ég tel að svo sé. Við hefðum ekki farið af stað nema að halda að það vinnist,“ segir Ragnar. Verjendur ríkisins fá frest fram á haust til að skila inn greinargerð í málinu áður en aðalmeðferð fer fram. Ragnar segir að sérstaka veiðigjaldið sé skattheimta sem eigi sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ segir Ragnar ennfremur.Greiddu átta milljarða í sérstakt veiðigjald Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 12,7 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald um átta milljörðum króna. HB Grandi greiddi mest allra fyrirtækja í veiðigjald á umræddu fiskveiðiári eða rétt tæpa tvo milljarða króna. Samherji greiddi næstmest eða rúma 1,2 milljarða. Ragnar á von á því að önnur sjávarútvegsfyrirtæki muni höfða mál fari svo að Vinnslustöðin hafi betur í dómsal. „Þetta eru útreikningar, sem lagðir eru til grundvallar skattheimtunni, sem skattaðilinn hefur ekki nokkra minnstu möguleika á að staðreyna hvort séu réttir.“
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira