NBA í nótt | Lillard skaut Portland áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 10:50 Robin Lopez fagnar Damian Lillard eftir sigurkörfu þess síðarnefnda gegn Houston í nótt. Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3) NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira