Óli Stef og „Facebook-löggan“ í eldlínunni 13. maí 2014 15:30 Ólafur Stefánsson Vísir/Daníel Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin þann 17. maí n.k. í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru mörg á ensku. Mælendur á TEDxReykjavík eru einhverjir áhugaverðustu hugsuðir, frumkvöðlar, listamenn og áhrifafólk sem Ísland hefur upp á að bjóða að því er segir í fréttatilkynningu. Meðal mælenda á TEDxReykjavík 2014 verða Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, Gulla Jónsdóttir arkítekt, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Þorsteinn Guðmundsson grínisti, Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði, Þórir Ingvarsson betur þekktur sem „Facebook löggan“, Ásdís Olsen kennari og Karl Aspelund, prófessor við háskólann í Rhode Island. Ólafur Stefánsson mun halda fyrirlestur um það sem hann lærði af handboltanum og hvernig við getum öll notað þær lexíur í daglegu lífi okkar. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að við séum meðvituð um aðstæður okkar og alla þá möguleika sem frammi fyrir okkur standa. Þannig getum við brugðist best við umhverfi okkar hverju sinni, hvort sem um er að ræða íþróttaleik eða einhverjar aðrar aðstæður í lífinu.Pétur GuðmundssonPétur Kr. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður verður einnig á meðal mælenda. Pétur er 27 ára kvikmyndagerðamaður og frumsýndi nýverið kvikmyndina Heild, þar sem náttúra Íslands er í aðalhlutverki. Fyrir rúmum þremur árum féll Pétur fram af kletti í Austurríki og lamaðist fyrir neðan mitti. Læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Með viljann að vopni hefur honum hins vegar tekist að stíga í fæturna með því að klæðast spelkum og notar hjólastólinn aðeins heima við. Hann er hvergi nærri hættur í bataferlinu og berst fyrir framförum í þágu lamaðra um allan heim og vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. Pétur mun gefa okkur innsýn í hvernig það er að vera sagt að maður muni aldrei geta staðið upp það sem eftir er. Hann mun fjalla um baráttuna fyrir auknum framförum í þágu mænuskaðaðra og um þá staðreynd að hjólastóllinn er enn þann dag í dag eina lausnin sem notuð er við mænuskaða. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ráðstefnan TEDxReykjavík verður haldin þann 17. maí n.k. í Hörpu. Markmið ráðstefnunnar er að ljá góðum hugmyndum vængi. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir. TEDxReykjavík er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að koma hugmyndum sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi, en erindin eru mörg á ensku. Mælendur á TEDxReykjavík eru einhverjir áhugaverðustu hugsuðir, frumkvöðlar, listamenn og áhrifafólk sem Ísland hefur upp á að bjóða að því er segir í fréttatilkynningu. Meðal mælenda á TEDxReykjavík 2014 verða Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, Gulla Jónsdóttir arkítekt, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Þorsteinn Guðmundsson grínisti, Ýmir Vigfússon, doktor í tölvunarfræði, Þórir Ingvarsson betur þekktur sem „Facebook löggan“, Ásdís Olsen kennari og Karl Aspelund, prófessor við háskólann í Rhode Island. Ólafur Stefánsson mun halda fyrirlestur um það sem hann lærði af handboltanum og hvernig við getum öll notað þær lexíur í daglegu lífi okkar. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að við séum meðvituð um aðstæður okkar og alla þá möguleika sem frammi fyrir okkur standa. Þannig getum við brugðist best við umhverfi okkar hverju sinni, hvort sem um er að ræða íþróttaleik eða einhverjar aðrar aðstæður í lífinu.Pétur GuðmundssonPétur Kr. Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður verður einnig á meðal mælenda. Pétur er 27 ára kvikmyndagerðamaður og frumsýndi nýverið kvikmyndina Heild, þar sem náttúra Íslands er í aðalhlutverki. Fyrir rúmum þremur árum féll Pétur fram af kletti í Austurríki og lamaðist fyrir neðan mitti. Læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Með viljann að vopni hefur honum hins vegar tekist að stíga í fæturna með því að klæðast spelkum og notar hjólastólinn aðeins heima við. Hann er hvergi nærri hættur í bataferlinu og berst fyrir framförum í þágu lamaðra um allan heim og vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. Pétur mun gefa okkur innsýn í hvernig það er að vera sagt að maður muni aldrei geta staðið upp það sem eftir er. Hann mun fjalla um baráttuna fyrir auknum framförum í þágu mænuskaðaðra og um þá staðreynd að hjólastóllinn er enn þann dag í dag eina lausnin sem notuð er við mænuskaða. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu viðburðarins.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun