Sjóður Landsbréfa kaupa stóran hlut í KEA hótelum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. maí 2014 16:28 Við undirritun samnings, forsvarsmenn Landsbréfa til vinstri og Keahótel til hægri. Vísir/Landsbankinn Framtakssjóðurinn Horn II slhf. sem er í rekstri Landsbréfa sem er í eigu Landsbankans, hefur fest kaup á 60 prósenta hlut í Keahótelum ehf., einu stærsta hótelfélagi landsins. Keahótel ehf. reka meðal annars Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík. Seljandi er eignarhaldsfélagið Hvannir ehf. Meirihlutaeigendur Hvanna ehf. eru þeir Kristján Grétarsson, Fannar Ólafsson og Andri Gunnarsson. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, verður áfram hluthafi í félaginu. Enginn breyting verður á rekstri félagsins við þessa breytingu á eigendahópnum. Keahótel ehf. stendur að mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Í haust tekur félagið meðal annars við rekstri nýs hótels við Austurvöll þar sem áður var Reykjavíkurapótek og vorið 2015 bætist við nýtt hótel við Hverfisgötu og viðbygging við Hótel Borg verður tekin í notkun. „Við erum mjög ánægð með aðkomu Horns að félaginu,“ segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf. í tilkynningu frá Landsbréfum. „Um þessar mundir er mikilvægur tími í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Að fá öflugan aðila eins og Horn að félaginu gefur gefur því enn meiri styrk og möguleika til að taka virkari þátt í þeirri uppbyggingu. Við höfum skilað hagnaði á hverju ári í okkar 15 ára rekstrarsögu, innviðirnir eru sterkir og við erum því mjög bjartsýn á framhaldið.“ Horn II er rúmlega 8,5 milljarða króna félag um framtaksfjárfestingar stofnað af Landsbréfum. Hluthafar eru um 30 lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Yfirlýst stefna Horns II er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta og vel þekkta rekstrarsögu. Kaupin í Keahótelum eru þriðja fjárfesting sjóðsins á þessu ári og önnur af tveimur fjárfestingum í ferðaþjónustu. „Horn II telur mikla möguleika fólgna í ferðaþjónustu á Íslandi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í innviðum ferðaþjónustunnar á undanförnum árum og teljum við Keahótel í einstaklega góðri aðstöðu til að taka þátt í frekari uppbyggingu á næstu árum. Við teljum okkur mjög vel sett með fjárfestingu í Keahótelum þar sem saman hefur farið góð arðsemi og vöxtur. Horfur í rekstri félagsins benda ennfremur til þess að svo verði áfram“ segir Steinar Helgason annar af framkvæmdastjórum Horns II. Icora Partners veitti seljendum ráðgjöf við söluna. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Framtakssjóðurinn Horn II slhf. sem er í rekstri Landsbréfa sem er í eigu Landsbankans, hefur fest kaup á 60 prósenta hlut í Keahótelum ehf., einu stærsta hótelfélagi landsins. Keahótel ehf. reka meðal annars Hótel Kea á Akureyri og Hótel Borg í Reykjavík. Seljandi er eignarhaldsfélagið Hvannir ehf. Meirihlutaeigendur Hvanna ehf. eru þeir Kristján Grétarsson, Fannar Ólafsson og Andri Gunnarsson. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, verður áfram hluthafi í félaginu. Enginn breyting verður á rekstri félagsins við þessa breytingu á eigendahópnum. Keahótel ehf. stendur að mikilli uppbyggingu um þessar mundir. Í haust tekur félagið meðal annars við rekstri nýs hótels við Austurvöll þar sem áður var Reykjavíkurapótek og vorið 2015 bætist við nýtt hótel við Hverfisgötu og viðbygging við Hótel Borg verður tekin í notkun. „Við erum mjög ánægð með aðkomu Horns að félaginu,“ segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf. í tilkynningu frá Landsbréfum. „Um þessar mundir er mikilvægur tími í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Að fá öflugan aðila eins og Horn að félaginu gefur gefur því enn meiri styrk og möguleika til að taka virkari þátt í þeirri uppbyggingu. Við höfum skilað hagnaði á hverju ári í okkar 15 ára rekstrarsögu, innviðirnir eru sterkir og við erum því mjög bjartsýn á framhaldið.“ Horn II er rúmlega 8,5 milljarða króna félag um framtaksfjárfestingar stofnað af Landsbréfum. Hluthafar eru um 30 lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Yfirlýst stefna Horns II er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta og vel þekkta rekstrarsögu. Kaupin í Keahótelum eru þriðja fjárfesting sjóðsins á þessu ári og önnur af tveimur fjárfestingum í ferðaþjónustu. „Horn II telur mikla möguleika fólgna í ferðaþjónustu á Íslandi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í innviðum ferðaþjónustunnar á undanförnum árum og teljum við Keahótel í einstaklega góðri aðstöðu til að taka þátt í frekari uppbyggingu á næstu árum. Við teljum okkur mjög vel sett með fjárfestingu í Keahótelum þar sem saman hefur farið góð arðsemi og vöxtur. Horfur í rekstri félagsins benda ennfremur til þess að svo verði áfram“ segir Steinar Helgason annar af framkvæmdastjórum Horns II. Icora Partners veitti seljendum ráðgjöf við söluna.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira