Iverson með númerið 3 hangir nú upp í rjáfri þessarar glæsilegu hallar á milli Maurice Cheek sem var númer 10 og Charles Barkley sem lék í treyju 34.
„Það vildu allir að ég kæmi hér til að tala um hve mikið þið elskuðuð mig en treystið mér, tilfinningin var gagnkvæm,“ sagði Iverson í nótt.
Iverson lagði skóna á hilluna í október 2010. Hann var fjórum sinnum stigahæsti leikmaður NBA og var valinn verðmætasti leikmaðurinn 2001 þegar hann leiddi liðið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers.
Myndband frá athöfninni má sjá hér að neðan.