Anthony Davis, leikmaður New Orleans Pelicans, er spáð miklum frama í NBA-deildinni á þessari leiktíð og margir álíta hann sem einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar í dag.
Davis stóðst svo sannarlega pressuna í nótt en hann átti flottan leik í sigri New Orleans Pelicans. Anthony Davis var með 26 stig, 17 fraköst, 9 varin skot og 3 stolna bolta í leiknum.
Davis átti líka mörg flott tilþrif en þessi 208 sm framherji er léttur á fæti og með svaka faðm sem býður upp á glæsileg tilþrif eins og sjá má hér fyrir neðan.
