Duncan frábær og Spurs einum sigri frá því að vinna vestrið | Myndband 11. apríl 2014 09:11 Fátt getur komið í veg fyrir að San Antonio Spurs vinni vestrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið er nú aðeins einum sigri frá því. San Antonio vann Dallas Mavericks í níunda skiptið í röð í Texas-slagnum í nótt, 109-100, á heimavelli Dallas og getur með einum sigri til viðbótar eða einu tapi hjá Oklahoma unnið vesturdeildina og verið með heimaleikjaréttinn þar út alla úrslitakeppnina. Spurs lék án franska leikstjórnandans Tonys Parkers í nótt en PattyMills leysti hann af með miklum sóma og var stigahæstur í liðinu með 26 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar. Höfðinginn Tim Duncan átti einnig frábæran leik en hann skoraði 20 stig og tók 15 fráköst. Þá spilaði KawhiLeonard einnig mjög vel og skoraði 16 stig og reif niður 16 fráköst, þar af 6 sóknarfráköst. Duncan, sem er 37 ára gamall, er á sínu 17. ári í NBA og hefur á hverju einasta tímabili komist í úrslitakeppnina með San Antonio. Þetta er 15. skiptið á hans Spurs-ferli sem liðið vinnur fleiri en 50 leiki og þá hefur hann auðvitað orðið meistari fjórum sinnum. Magnaður ferill. Í spilaranum hér að ofan má sjá helstu atvik gærkvöldsins. Fimm flottustu tilþrif næturinnar: Golden State Warriors varð fyrir minniháttar áfalli í nótt þegar liðið tapaði fyrir Denver Nuggets á heimavelli, 100-99. Þar með er nær öruggt að liðið kemst ekki upp fyrir Portland í 5. sætið og mætir líklega Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.KennethFaried var hetja gestanna en hann skoraði sigurkörfuna yfir DraymondGreen þegar hálf sekúnda var eftir. Í heildina skoraði hann 18 stig og tók 17 fráköst en Rússinn Timofey Mozgov fór gjörsamlega hamförum undir körfunni og skoraði 23 stig og tók 29 fráköst.Stephen Curry var stigahæstur heimamanna í Golden State með 24 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en KlayThompson skoraði 21 stig.Úrslit næturinnar: Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 100-109 Golden State Warriors - Denver Nuggets 99-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að San Antonio Spurs vinni vestrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið er nú aðeins einum sigri frá því. San Antonio vann Dallas Mavericks í níunda skiptið í röð í Texas-slagnum í nótt, 109-100, á heimavelli Dallas og getur með einum sigri til viðbótar eða einu tapi hjá Oklahoma unnið vesturdeildina og verið með heimaleikjaréttinn þar út alla úrslitakeppnina. Spurs lék án franska leikstjórnandans Tonys Parkers í nótt en PattyMills leysti hann af með miklum sóma og var stigahæstur í liðinu með 26 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar. Höfðinginn Tim Duncan átti einnig frábæran leik en hann skoraði 20 stig og tók 15 fráköst. Þá spilaði KawhiLeonard einnig mjög vel og skoraði 16 stig og reif niður 16 fráköst, þar af 6 sóknarfráköst. Duncan, sem er 37 ára gamall, er á sínu 17. ári í NBA og hefur á hverju einasta tímabili komist í úrslitakeppnina með San Antonio. Þetta er 15. skiptið á hans Spurs-ferli sem liðið vinnur fleiri en 50 leiki og þá hefur hann auðvitað orðið meistari fjórum sinnum. Magnaður ferill. Í spilaranum hér að ofan má sjá helstu atvik gærkvöldsins. Fimm flottustu tilþrif næturinnar: Golden State Warriors varð fyrir minniháttar áfalli í nótt þegar liðið tapaði fyrir Denver Nuggets á heimavelli, 100-99. Þar með er nær öruggt að liðið kemst ekki upp fyrir Portland í 5. sætið og mætir líklega Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.KennethFaried var hetja gestanna en hann skoraði sigurkörfuna yfir DraymondGreen þegar hálf sekúnda var eftir. Í heildina skoraði hann 18 stig og tók 17 fráköst en Rússinn Timofey Mozgov fór gjörsamlega hamförum undir körfunni og skoraði 23 stig og tók 29 fráköst.Stephen Curry var stigahæstur heimamanna í Golden State með 24 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en KlayThompson skoraði 21 stig.Úrslit næturinnar: Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 100-109 Golden State Warriors - Denver Nuggets 99-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira