Spánverjinn Pau Gasol, leikmaður LA Lakers, lofaði því fyrir leikinn gegn Golden State í gær að hann myndi gefa 120 þúsund krónur í hjálparstarf á Filippseyjum fyrir hvert stig sem hann skoraði.
Gasol var greinilega áfjáður í það að gefa peninga í gær því hann skoraði 24 stig en hefur verið með um 13 stig að meðaltali í leik í vetur.
Spánverjinn góðhjartaði mun því setja um 3 milljónir króna í hjálparstarfið í Filippseyjum og veitir ekki af.
Gasol var stigahæstur í liði Lakers og sá til þess að liðið vann sigur í leiknum.
Gasol vildi gefa mikið af peningum

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
