Viðskipti innlent

Verulega dregur úr veltu með gjaldeyri á millibankamarkaðinum

Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 9,8 milljörðum kr í apríl og hefur minnkað mikið síðustu tvo mánuði.

Þannig má nefna að veltan í mars nam tæpum 16 milljörðum kr. og í febrúar nam hún tæpum 24 milljörðum kr. að því er segir í hagtölum Seðlabankans.

Hlutur Seðlabankans var enginn í veltu aprílmánaðar. Meðalgengi evru gagnvart krónu var 4,8% lægra í apríl en í fyrri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×