Viðskipti innlent

Ingólfur ráðinn forstöðumaður hagdeildar Samskipa

Ingólfur Rúnar Ingólfsson hefur verð ráðinn forstöðumaður hagdeildar hjá Samskipum. Ingólfur er viðskiptafræðingur með Cand oecon gráðu frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Instituto De Empresa (IE) í Madrid. Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningu segir að Ingólfur hafi starfað við fjármál og uppgjör í í nær tvo áratugi.  Hann var starfsmaður Íslandsbanka og síðar Glitnis banka frá 2001 - 2008, lánastjóri hjá skilanefnd Glitnis frá 2009 - 2011 og fjármálastjóri Gagnavörslunnar hf. frá 2011 - 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×