Handbolti

Lauge búinn að semja við Kiel

Rasmus Lauge.
Rasmus Lauge.
Þýskalands- og Evrópumeistarar Kiel tilkynntu í dag að þeir væru búnir að semja við danska landsliðsmanninn Rasmus Lauge til þriggja ára. Hann fær það hlutverk að leysa franska landsliðsmanninn Daniel Narcisse af hólmi.

Narcisse er á förum frá Kiel í sumar en hann er búinn að semja við franska félagið PSG sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með.

Hinn 21 árs gamli Lauge kemur til félagsins frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg. Danska liðið samdi við Kristian Kjelling í gær en hann mun leysa Lauge af hólmi.

Hinn 21 árs gamli Lauge getur bæði spilað sem skytta og miðjumaður. Hann er 196 sentimetrar á hæð og hefur spilað 47 landsleiki fyrir Dani.

Samkvæmt heimildum sporten.dk er kaupverðið rúmar 33 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×