Viðskipti innlent

Kolbeinn Friðriksson ráðinn hjá Eik

Elimar Hauksson skrifar
Kolbeinn starfaði áður hjá Íslandsbanka
Kolbeinn starfaði áður hjá Íslandsbanka
Kolbeinn Friðriksson hefur verið ráðinn Framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Eik fasteignafélagi hf.

Undanfarin ár hefur Kolbeinn starfað innan Markaða Íslandsbanka, frá árinu 2011 hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og frá 2007 hjá Markaðsviðskiptum Íslandsbanka/Glitnis banka. Áður starfaði hann hjá Bakkavör Group á fjármálasviði.



Kolbeinn lauk M.Sc. gráðu í fjármálum frá Berlin School of Economics and Law árið 2011 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Auk þess er hann með próf í verðbréfaviðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×