Viðskipti innlent

Meðallaun kvenna um 130 þúsund krónum lægri

Elimar Hauksson skrifar
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Könnun Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sýnir fram á að meðal fólks í fullu starfi hafa konur innan bandalagsins að meðaltali 27% lægri laun en karlar. Meðallaun kvenna innan BSRB eru 346.724 krónur á mánuði á meðan meðal mánaðarlaun karla eru 474.945.

Kynbundinn launamunur á heildarlaunum fólks í fullu starfi innan BSRB mælist nú 11,4% samanborið við 12,5% á síðasta ári. Nokkuð breytilegt er hversu mikill kynbundni launamunurinn mælist eftir því hvort fólk starfar hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig mælist kynbundinn launamunur hjá sveitarfélögum nú 13,3% en 10,9% hjá ríkinu.

Capacent framkvæmdi könnunina fyrir BSRB fyrr á þessu ári en alls bárust 8639 svör sem gerir svarhlutfall upp á 53,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×