Viðskipti innlent

Helmingur vinnuafls er kvenfólk

Jakob Bjarnar skrifar
Vigdís Hauksdóttir telur málflutning Þóreyar Þórðardóttur hjá lífeyrissjóðunum einkennast af fyrirslætti.
Vigdís Hauksdóttir telur málflutning Þóreyar Þórðardóttur hjá lífeyrissjóðunum einkennast af fyrirslætti.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, telur lífeyrissjóðina síst of góða til að fylgja reglum um kynjakvóta í stjórnum sjóðanna.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að lög sem snúa að kynjahlutfalli í stjórnum lífeyrissjóða kunni að ganga of langt og býst við að funda með núverandi stjórnvöldum vegna málsins. Þetta hefur komið fram í fréttum. Framkvæmdastjórinn segir lögin ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóðanna að leiðarljósi. Enn uppfylla sjö lífeyrissjóðir ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í fyrradag.

Vigdís botnar ekkert í þessum málflutningi. Aðspurð hvort hún sé fylgjandi kynjakvótum almennt segir hún að persónuleg skoðun sín í þeim efnum skipti ekki máli.

„Nú er búið að lögleiða lög um kynjakvóta í stjórnir félaga og lífeyrissjóða. Þetta eru þau lög sem við búum við í dag og hljótum að bregðast við með því að uppfylla þau lög."

Vigdís telur þetta undanbrögð af hálfu Þóreyjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra landsamtaka lífeyrissjóða. „Já. Ég átta mig ekki á því hvert er verið að fara. Helmingur vinnuafls er kvenfólk. Gagnrýnin snýr að því að ekki séu til nógu margar hæfar konur til að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Þetta er umræða sem ég átta mig ekki á. Það er litið svo á að konurnar geti ekki komið þarna inn af því að þeir eru ekki í tilteknum lífeyrissjóðum? Stjórnir lífeyrissjóða eiga að vera eins og stjórnir fyrirtækja. Það á að sækja fólk út fyrir hópinn ef ekki vill betur. Til að koma inn með þekkingu inn í stjórnina. Til að lífeyrissjóðirnir séu sem best reknir. Um það gilda sömu lögmál og fyrirtæki á almennum vinnumarkaði."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×