Í dag undirrituðu Situs ehf. og Auro Investment ehf. kaupsamning um hótellóð við hlið tónlistarhússins Hörpu. Í tilkynningu segir að Auro Investment ehf. sé í eigu verkfræðistofunnar Mannvit, Auro Investment Partners LLC og arkitektastofunnar Tark, sem buðu sameignilega í hótellóðina.
Samningurinn sé háður fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakönnun og fjármögnun sem uppfylla þurfi fyrir 30. september n.k. Útboðið var framkvæmt af Ríkiskaupum og voru tilboð opnuð hinn 18. júlí 2011.
Eins og áður hafi komið fram í fjölmiðlum hafi hæstu bjóðendur verið tveir og buðu þeir rúma 1,8 milljarða í hótellóðina. Gengið var til samninga við Auro Investment ehf. í apríl s.l. eftir að samningar við World Leisure Investment fóru út um þúfur.
Gengu frá samningi um hótellóð við Hörpu
Heimir Már Pétursson skrifar

Mest lesið

Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög
Viðskipti innlent

Gengi Play í frjálsu falli
Viðskipti innlent

HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent



Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
