Launamunur kynja mestur í Reykjavík Lovísa Eiríksdóttir skrifar 27. ágúst 2013 09:00 Kvenréttindadagurinn er haldinn 19. júní ár hvert, þar sem fólk kemur saman og berst meðal annars fyrir jöfnuði á atvinnumarkaði. Niðurstaða kjarakönnunar BHM sýnir að enn sé langt í land. Guðlaug Kristjánsdóttir Niðurstaða nýrrar kjarakönnunar, sem unnin var fyrir Bandalag háskólamanna (BHM), sýnir að enn er langt í land hvað varðar óútskýrðan launamun kynjanna. Merkilegt þykir að þegar reiknaður er óútskýrður launamunur kynjanna eftir vinnuveitendum kemur í ljós að mestur er munurinn hjá Reykjavíkurborg. Leiðréttur launamunur hjá borginni nemur 8,5 prósentum og hjá ríki 8,3 prósentum. Munurinn er 8 prósent hjá einkafyrirtækjum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að niðurstaðan komi sér á óvart og þá sérstaklega þar sem það eigi að liggja klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launakerfin fyrirbyggi kynbundin launamun. Kjarakönnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu fyrir bandalagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt könnuninni var launamunur kynjanna 16,3 prósent í febrúar á þessu ári, þegar tekin eru mánaðarlaun fyrir aðalstarf félagsmanna. Þegar launamunurinn hefur svo verið leiðréttur með tilliti til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, menntunar, mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar er launamunurinn samt sem áður 8,4 prósent. „Ljótasta niðurstaðan úr könnuninni var launamunur kynjanna, sem slær mikið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún bætir við að aldrei eigi að ríkja óútskýrður launamunur milli háskólamenntaðra manna. Heildarlaun karla í félaginu voru að meðaltali 579 þúsund krónur en laun kvenna á sama tímabili námu 497 þúsund krónum, og munar þar um rúmlega 80 þúsund krónum. Launamunur kynjanna í árslaunum árið 2012 nam 21 prósenti, en leiðrétti munurinn 11,9 prósentum. „Það sem var ánægjulegt við könnunina er að hún sýnir að laun hækka eftir því sem menntun eykst og með það getum við verið sátt,“ segir Guðlaug. Könnunin er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í BHM. Markmiðið með því er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi fyrsta skýrsla er mikilvægt innlegg í komandi samningalotu, en hvert hinna 24 félaga sem tóku þátt í könnuninni fær eigin skýrslu „Nú erum við byrjuð að safna í gagnabankann, sem vonandi nýtist til þess að ná fram sem mestum jöfnuði og bestum kjörum fyrir félagsmenn á komandi árum. BHM mun nú vinna að því að tækla þennan launamun á öllum mögulegum vígstöðum og þar á meðal í kjaraviðræðum í haust.“ Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir Niðurstaða nýrrar kjarakönnunar, sem unnin var fyrir Bandalag háskólamanna (BHM), sýnir að enn er langt í land hvað varðar óútskýrðan launamun kynjanna. Merkilegt þykir að þegar reiknaður er óútskýrður launamunur kynjanna eftir vinnuveitendum kemur í ljós að mestur er munurinn hjá Reykjavíkurborg. Leiðréttur launamunur hjá borginni nemur 8,5 prósentum og hjá ríki 8,3 prósentum. Munurinn er 8 prósent hjá einkafyrirtækjum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að niðurstaðan komi sér á óvart og þá sérstaklega þar sem það eigi að liggja klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launakerfin fyrirbyggi kynbundin launamun. Kjarakönnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu fyrir bandalagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt könnuninni var launamunur kynjanna 16,3 prósent í febrúar á þessu ári, þegar tekin eru mánaðarlaun fyrir aðalstarf félagsmanna. Þegar launamunurinn hefur svo verið leiðréttur með tilliti til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, menntunar, mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar er launamunurinn samt sem áður 8,4 prósent. „Ljótasta niðurstaðan úr könnuninni var launamunur kynjanna, sem slær mikið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún bætir við að aldrei eigi að ríkja óútskýrður launamunur milli háskólamenntaðra manna. Heildarlaun karla í félaginu voru að meðaltali 579 þúsund krónur en laun kvenna á sama tímabili námu 497 þúsund krónum, og munar þar um rúmlega 80 þúsund krónum. Launamunur kynjanna í árslaunum árið 2012 nam 21 prósenti, en leiðrétti munurinn 11,9 prósentum. „Það sem var ánægjulegt við könnunina er að hún sýnir að laun hækka eftir því sem menntun eykst og með það getum við verið sátt,“ segir Guðlaug. Könnunin er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í BHM. Markmiðið með því er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi fyrsta skýrsla er mikilvægt innlegg í komandi samningalotu, en hvert hinna 24 félaga sem tóku þátt í könnuninni fær eigin skýrslu „Nú erum við byrjuð að safna í gagnabankann, sem vonandi nýtist til þess að ná fram sem mestum jöfnuði og bestum kjörum fyrir félagsmenn á komandi árum. BHM mun nú vinna að því að tækla þennan launamun á öllum mögulegum vígstöðum og þar á meðal í kjaraviðræðum í haust.“
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira