Launamunur kynja mestur í Reykjavík Lovísa Eiríksdóttir skrifar 27. ágúst 2013 09:00 Kvenréttindadagurinn er haldinn 19. júní ár hvert, þar sem fólk kemur saman og berst meðal annars fyrir jöfnuði á atvinnumarkaði. Niðurstaða kjarakönnunar BHM sýnir að enn sé langt í land. Guðlaug Kristjánsdóttir Niðurstaða nýrrar kjarakönnunar, sem unnin var fyrir Bandalag háskólamanna (BHM), sýnir að enn er langt í land hvað varðar óútskýrðan launamun kynjanna. Merkilegt þykir að þegar reiknaður er óútskýrður launamunur kynjanna eftir vinnuveitendum kemur í ljós að mestur er munurinn hjá Reykjavíkurborg. Leiðréttur launamunur hjá borginni nemur 8,5 prósentum og hjá ríki 8,3 prósentum. Munurinn er 8 prósent hjá einkafyrirtækjum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að niðurstaðan komi sér á óvart og þá sérstaklega þar sem það eigi að liggja klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launakerfin fyrirbyggi kynbundin launamun. Kjarakönnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu fyrir bandalagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt könnuninni var launamunur kynjanna 16,3 prósent í febrúar á þessu ári, þegar tekin eru mánaðarlaun fyrir aðalstarf félagsmanna. Þegar launamunurinn hefur svo verið leiðréttur með tilliti til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, menntunar, mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar er launamunurinn samt sem áður 8,4 prósent. „Ljótasta niðurstaðan úr könnuninni var launamunur kynjanna, sem slær mikið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún bætir við að aldrei eigi að ríkja óútskýrður launamunur milli háskólamenntaðra manna. Heildarlaun karla í félaginu voru að meðaltali 579 þúsund krónur en laun kvenna á sama tímabili námu 497 þúsund krónum, og munar þar um rúmlega 80 þúsund krónum. Launamunur kynjanna í árslaunum árið 2012 nam 21 prósenti, en leiðrétti munurinn 11,9 prósentum. „Það sem var ánægjulegt við könnunina er að hún sýnir að laun hækka eftir því sem menntun eykst og með það getum við verið sátt,“ segir Guðlaug. Könnunin er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í BHM. Markmiðið með því er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi fyrsta skýrsla er mikilvægt innlegg í komandi samningalotu, en hvert hinna 24 félaga sem tóku þátt í könnuninni fær eigin skýrslu „Nú erum við byrjuð að safna í gagnabankann, sem vonandi nýtist til þess að ná fram sem mestum jöfnuði og bestum kjörum fyrir félagsmenn á komandi árum. BHM mun nú vinna að því að tækla þennan launamun á öllum mögulegum vígstöðum og þar á meðal í kjaraviðræðum í haust.“ Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir Niðurstaða nýrrar kjarakönnunar, sem unnin var fyrir Bandalag háskólamanna (BHM), sýnir að enn er langt í land hvað varðar óútskýrðan launamun kynjanna. Merkilegt þykir að þegar reiknaður er óútskýrður launamunur kynjanna eftir vinnuveitendum kemur í ljós að mestur er munurinn hjá Reykjavíkurborg. Leiðréttur launamunur hjá borginni nemur 8,5 prósentum og hjá ríki 8,3 prósentum. Munurinn er 8 prósent hjá einkafyrirtækjum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að niðurstaðan komi sér á óvart og þá sérstaklega þar sem það eigi að liggja klárt fyrir hjá ríki og sveitarfélögum að launakerfin fyrirbyggi kynbundin launamun. Kjarakönnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu fyrir bandalagið og aðildarfélög þess og fjallar um laun félagsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt könnuninni var launamunur kynjanna 16,3 prósent í febrúar á þessu ári, þegar tekin eru mánaðarlaun fyrir aðalstarf félagsmanna. Þegar launamunurinn hefur svo verið leiðréttur með tilliti til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, menntunar, mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar er launamunurinn samt sem áður 8,4 prósent. „Ljótasta niðurstaðan úr könnuninni var launamunur kynjanna, sem slær mikið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún bætir við að aldrei eigi að ríkja óútskýrður launamunur milli háskólamenntaðra manna. Heildarlaun karla í félaginu voru að meðaltali 579 þúsund krónur en laun kvenna á sama tímabili námu 497 þúsund krónum, og munar þar um rúmlega 80 þúsund krónum. Launamunur kynjanna í árslaunum árið 2012 nam 21 prósenti, en leiðrétti munurinn 11,9 prósentum. „Það sem var ánægjulegt við könnunina er að hún sýnir að laun hækka eftir því sem menntun eykst og með það getum við verið sátt,“ segir Guðlaug. Könnunin er upphafið á langtímaverkefni með árlegri könnun um kjör og viðhorf félaga í BHM. Markmiðið með því er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi fyrsta skýrsla er mikilvægt innlegg í komandi samningalotu, en hvert hinna 24 félaga sem tóku þátt í könnuninni fær eigin skýrslu „Nú erum við byrjuð að safna í gagnabankann, sem vonandi nýtist til þess að ná fram sem mestum jöfnuði og bestum kjörum fyrir félagsmenn á komandi árum. BHM mun nú vinna að því að tækla þennan launamun á öllum mögulegum vígstöðum og þar á meðal í kjaraviðræðum í haust.“
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira