Sparaðu með breyttu aksturslagi Jóhannes Stefánsson skrifar 18. júlí 2013 14:00 „Það er nokkuð mikið hægt að spara með breyttu aksturslagi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, um eldsneytisnotkun Íslendinga. „Það liggja fyrir rannsóknir frá Svíþjóð og algengur árangur er tólf til fimmtán prósent samdráttur í eldsneytisnotkun. Þetta næst bara með því að fylgja flæði umferðarinnar, hlaða bílinn rétt, vera ekki með opnar rúður að óþörfu og svo framvegis,“ segir hann. „Það getur líka verið nokkuð dýrt að þenja bílinn mikið,“ bætir hann við. Runólfur segir venjulega fjölskyldu geta sparað tugi þúsundi árlega, allt eftir því hversu mikið er ekið og hversu eyðslufrekur heimilisbíllinn er. „Ef við miðum við venjulega fjölskyldu sem kaupir um 2.000 lítra á ári af bensíni og lækkum það svo um fimmtán prósent þá liggur það í augum uppi að það getur verið töluverður sparnaður sem er fólginn í því. Þetta eru tæpar áttatíu þúsund krónur á ári.“ Þá er ljóst að til mikils er að vinna fyrir fyrirtæki að starfsmenn sem keyra á vegum þess temji sér skynsamlegt aksturslag. Runólfur telur einsýnt að til viðbótar við fjárhagslegan ávinning feli skynsamlegt aksturslag í sér meira öryggi en ella. Réttur loftþrýstingur í dekkjum eykur veggrip þeirra, auk þess sem rétt hleðsla í bílnum heldur honum stöðugri og útreiknanlegri. Þá sé augljóst hvers vegna það er öruggara að keyra á löglegum og jöfnum hraða. Runólfur segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um hvernig hægt sé að draga úr eldsneytiskostnaði. „Margir kjósa frekar að fara styttri leiðir. Í sumar hefur þó töluvert stór hópur verið að leita í góða veðrið. Íslendingar eru í öllu falli orðnir mun meðvitaðri og flestir eru farnir að velta því fyrir sér hvernig þeir geta dregið úr eldsneytiseyðslunni,“ segir Runólfur. „Þetta hefur auðvitað líka leitt til þess að fólk hefur dregið úr ferðum. Fólk fór sem dæmi kannski tvær ferðir um langan veg yfir sumar en fer í stað þess bara eina ferð,“ bætir hann við. „Sömu hegðun má greina í bílakaupum. Þegar fólk leitar að nýjum bíl er mest spurt um hvað hann eyðir miklu. Hið sama á við um notaða bíla. Þeir notuðu bílar sem ganga best í endursölu eru eyðslugrannir bílar,“ segir hann að lokum.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigendafréttablaðið/gvaEldsneytiseyðsla er aðalmál kaupenda „Íslendingar eru orðnir mun meðvitaðri um eldsneytiseyðslu en áður,“ segir Runólfur. Fyrir vikið er eldsneytiseyðsla bíls jafnan það fyrsta sem horft er til þegar nýr bíll er keyptur. „Æ fleiri velta fyrir sér eldsneytiseyðslunni og hvernig megi draga úr henni,“ bætir hann við. „Notaðir bílar sem eyða litlu eru bestir í endursölu,“ segir Runólfur að lokum. Hvað kostar ferðin? Á vefsíðu Orkuseturs er hægt að reikna út hversu miklu þarf að eyða í eldsneyti í ferðalögum innanlands. Þar er hægt að slá inn bílnúmer og upphafs- og áfangastað. Reiknivélin sér svo um allt nema að dæla og borga.10 ráð til að minnka eldsneytisnotkun:1.Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum jafnan og sem næst ráðlögðu hámarki.2.Hafðu sem minnst í bílnum til að draga úr þyngd hans.3.Forðastu að aka um með opna glugga, farangursgrind, skíða- eða farangursbox á þaki bílsins nema þörf krefji.4.Frá því tekið er af stað eftir ræsingu á að skipta eins fljótt og mögulegt er upp í annan gír og síðan áfram í hærri gíra með léttum inngjöfum. Skiptið ökutækinu upp með vélina á léttum snúningi og forðist mikinn snúningshraða í akstri og snögghemlun.5.Venjið ykkur á að aka með jöfnum inngjöfum, æskilegur snúningshraði er undir 2.000 snúningum á mínútu. Þar sem því er viðkomið á að aka sem mest í efstu gírum.6.Veldu greiðfærar umferðargötur til að draga úr stoppum. Æskilegt er að aka í takt við flæði umferðarinnar.7.Aktu á löglegum hraða, það borgar sig. Hraðakstur eykur bensíneyðslu, veldur umhverfisspjöllum og er hættulegur.8.Stöðvaðu vélina ef bíllinn er í hægagangi meira en eina mínútu.9.Sparið loftkælinguna ef hægt er.10.Skiptu reglulega um olíu og loftsíu í samræmi við ráðleggingar framleiðanda. Vélin gengur léttar og slitnar minna. Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
„Það er nokkuð mikið hægt að spara með breyttu aksturslagi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, um eldsneytisnotkun Íslendinga. „Það liggja fyrir rannsóknir frá Svíþjóð og algengur árangur er tólf til fimmtán prósent samdráttur í eldsneytisnotkun. Þetta næst bara með því að fylgja flæði umferðarinnar, hlaða bílinn rétt, vera ekki með opnar rúður að óþörfu og svo framvegis,“ segir hann. „Það getur líka verið nokkuð dýrt að þenja bílinn mikið,“ bætir hann við. Runólfur segir venjulega fjölskyldu geta sparað tugi þúsundi árlega, allt eftir því hversu mikið er ekið og hversu eyðslufrekur heimilisbíllinn er. „Ef við miðum við venjulega fjölskyldu sem kaupir um 2.000 lítra á ári af bensíni og lækkum það svo um fimmtán prósent þá liggur það í augum uppi að það getur verið töluverður sparnaður sem er fólginn í því. Þetta eru tæpar áttatíu þúsund krónur á ári.“ Þá er ljóst að til mikils er að vinna fyrir fyrirtæki að starfsmenn sem keyra á vegum þess temji sér skynsamlegt aksturslag. Runólfur telur einsýnt að til viðbótar við fjárhagslegan ávinning feli skynsamlegt aksturslag í sér meira öryggi en ella. Réttur loftþrýstingur í dekkjum eykur veggrip þeirra, auk þess sem rétt hleðsla í bílnum heldur honum stöðugri og útreiknanlegri. Þá sé augljóst hvers vegna það er öruggara að keyra á löglegum og jöfnum hraða. Runólfur segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um hvernig hægt sé að draga úr eldsneytiskostnaði. „Margir kjósa frekar að fara styttri leiðir. Í sumar hefur þó töluvert stór hópur verið að leita í góða veðrið. Íslendingar eru í öllu falli orðnir mun meðvitaðri og flestir eru farnir að velta því fyrir sér hvernig þeir geta dregið úr eldsneytiseyðslunni,“ segir Runólfur. „Þetta hefur auðvitað líka leitt til þess að fólk hefur dregið úr ferðum. Fólk fór sem dæmi kannski tvær ferðir um langan veg yfir sumar en fer í stað þess bara eina ferð,“ bætir hann við. „Sömu hegðun má greina í bílakaupum. Þegar fólk leitar að nýjum bíl er mest spurt um hvað hann eyðir miklu. Hið sama á við um notaða bíla. Þeir notuðu bílar sem ganga best í endursölu eru eyðslugrannir bílar,“ segir hann að lokum.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigendafréttablaðið/gvaEldsneytiseyðsla er aðalmál kaupenda „Íslendingar eru orðnir mun meðvitaðri um eldsneytiseyðslu en áður,“ segir Runólfur. Fyrir vikið er eldsneytiseyðsla bíls jafnan það fyrsta sem horft er til þegar nýr bíll er keyptur. „Æ fleiri velta fyrir sér eldsneytiseyðslunni og hvernig megi draga úr henni,“ bætir hann við. „Notaðir bílar sem eyða litlu eru bestir í endursölu,“ segir Runólfur að lokum. Hvað kostar ferðin? Á vefsíðu Orkuseturs er hægt að reikna út hversu miklu þarf að eyða í eldsneyti í ferðalögum innanlands. Þar er hægt að slá inn bílnúmer og upphafs- og áfangastað. Reiknivélin sér svo um allt nema að dæla og borga.10 ráð til að minnka eldsneytisnotkun:1.Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum jafnan og sem næst ráðlögðu hámarki.2.Hafðu sem minnst í bílnum til að draga úr þyngd hans.3.Forðastu að aka um með opna glugga, farangursgrind, skíða- eða farangursbox á þaki bílsins nema þörf krefji.4.Frá því tekið er af stað eftir ræsingu á að skipta eins fljótt og mögulegt er upp í annan gír og síðan áfram í hærri gíra með léttum inngjöfum. Skiptið ökutækinu upp með vélina á léttum snúningi og forðist mikinn snúningshraða í akstri og snögghemlun.5.Venjið ykkur á að aka með jöfnum inngjöfum, æskilegur snúningshraði er undir 2.000 snúningum á mínútu. Þar sem því er viðkomið á að aka sem mest í efstu gírum.6.Veldu greiðfærar umferðargötur til að draga úr stoppum. Æskilegt er að aka í takt við flæði umferðarinnar.7.Aktu á löglegum hraða, það borgar sig. Hraðakstur eykur bensíneyðslu, veldur umhverfisspjöllum og er hættulegur.8.Stöðvaðu vélina ef bíllinn er í hægagangi meira en eina mínútu.9.Sparið loftkælinguna ef hægt er.10.Skiptu reglulega um olíu og loftsíu í samræmi við ráðleggingar framleiðanda. Vélin gengur léttar og slitnar minna.
Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent