Handbolti

Eisenach vann Íslendingaslaginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bergischer og Eisenach halda sínu striki í toppbaráttu þýska 2. deildarinnar en bæði lið unnu leiki sína í dag. Bergischer sigraði Bad Schwartau örugglega og Eisenach skellti Ludwigshafen-Friesenheim 24-22.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Eisenach og Hannes Jón Jónsson leikur með liðinu. Hannes skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem var alltaf skrefi á undan í jöfnum leik.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer sem vann öruggan sigur eftir jafnan fyrri hálfleik.

Eisenach er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir Bergischer sem á leik til góða en Íslendingalið eru í þremur efstu sætum 2. deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×