Viðskipti innlent

Linda P flytur í Smáralindina

Linda P er eigandi Baðhússins.
Linda P er eigandi Baðhússins.
Baðhúsið, sem er í eigu fyrrum fegurðardrottningarinnar Lindu Pétursdóttur, er að flytja í Smáralindina.

Baðhúsið og fasteignafélagið Reginn hafa gert með 450 milljóna króna samning sem felur í sér að heilsulindin flytji í rúmgott húsnæði í vesturenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist þar 1. desember.

Í tilkynningu segir að baðhúsið sé á sínu tuttugasta starfsári, en það hefur verið starfrækt í Brautarholti um árabil.

„Viðskiptavinir Baðhússins hafa sýnt okkur tryggð í gegnum tíðina og ég veit að konurnar okkar verða himinlifandi með aðstöðuna í Smáralind, sem verður sérsniðin fyrir þær," segir Linda P. í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×