Lífeyrissjóðir setja tugmilljarða í Reiti fasteignafélag 26. júní 2013 15:30 Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um kaup hóps lífeyrissjóða á nýju hlutafé í Reitum fasteignafélagi að fjárhæð 12 milljarða króna. Einnig nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki að fjárhæð 25 milljarða króna útgefnum af félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Hópurinn samanstendur af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Gildis-lífeyrissjóði og Eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, sem meðal annars er með eignir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna í stýringu. „Kjör hlutafjáraukningarinnar miðast við að tekjuberandi fjárfestingaeignir Reita fasteignafélags séu metnar á 7,0% verðtryggðri ávöxtunarkröfu og skuldabréfin verða seld á 4,0% verðtryggðri ávöxtunarkröfu. H.F. Verðbréf var ráðgjafi lífeyrissjóðanna í samningaviðræðunum. Jafnframt hafa Reitir fasteignafélag náð samningum við Íslandsbanka um allt að 14 ma.kr. lánveitingu til félagsins á umtalsvert hagstæðari kjörum en núverandi fjármögnun. Framangreind endurfjármögnun félagsins er háð viðunandi niðurstöðu í málefnum Reita fasteignafélags, Seðlabanka Íslands og Hypothekenbank Frankfurt AG um lánveitingu þess síðastnefnda til félagsins í erlendri mynt. Þá er fyrirvari gerður við skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfanna og lánveitingarinnar, endanlega niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á félaginu og samþykki stjórna lífeyrissjóðanna sem og hluthafa og stjórnar Reita. Stefnt er að því að endurfjármögnun Reita fasteignafélags verði lokið fyrir árslok 2013. Horft er til þess að skrá hlutafé félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi vorið 2014,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um kaup hóps lífeyrissjóða á nýju hlutafé í Reitum fasteignafélagi að fjárhæð 12 milljarða króna. Einnig nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki að fjárhæð 25 milljarða króna útgefnum af félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Hópurinn samanstendur af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Gildis-lífeyrissjóði og Eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, sem meðal annars er með eignir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna í stýringu. „Kjör hlutafjáraukningarinnar miðast við að tekjuberandi fjárfestingaeignir Reita fasteignafélags séu metnar á 7,0% verðtryggðri ávöxtunarkröfu og skuldabréfin verða seld á 4,0% verðtryggðri ávöxtunarkröfu. H.F. Verðbréf var ráðgjafi lífeyrissjóðanna í samningaviðræðunum. Jafnframt hafa Reitir fasteignafélag náð samningum við Íslandsbanka um allt að 14 ma.kr. lánveitingu til félagsins á umtalsvert hagstæðari kjörum en núverandi fjármögnun. Framangreind endurfjármögnun félagsins er háð viðunandi niðurstöðu í málefnum Reita fasteignafélags, Seðlabanka Íslands og Hypothekenbank Frankfurt AG um lánveitingu þess síðastnefnda til félagsins í erlendri mynt. Þá er fyrirvari gerður við skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfanna og lánveitingarinnar, endanlega niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á félaginu og samþykki stjórna lífeyrissjóðanna sem og hluthafa og stjórnar Reita. Stefnt er að því að endurfjármögnun Reita fasteignafélags verði lokið fyrir árslok 2013. Horft er til þess að skrá hlutafé félagsins á Nasdaq OMX á Íslandi vorið 2014,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira