Viðskipti innlent

Dominos einn aðalstyrktaraðili enska boltans

Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos, er harður stuðningsmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos, er harður stuðningsmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Dominos er orðinn einn af aðalstyrktaraðilum enska boltans sem sýndur verður á Stöð 2 Sport 2 í vetur.

Dominos hefur tengst íslensku íþróttalífi á ýmsa vegu síðustu ár og hefur Úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta meðal annars borið nafnið Dominosdeildin.

"Við höfum verið að tengja okkur æ meira við fótboltann og með enska boltanum eru við að stíga næsta skref í þeim efnum," segir Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos. "Enski boltinn er hrikalega flott efni og eitthvað sem margir láta sig dreyma um að tengja nafn sitt við."

Auk Dominos eru Icelandair, Coca-Cola og 10 - 11 aðalstyrktaraðilar enska boltans á Stöð 2 Sport 2.  Yfir 380 leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og fjórum hliðarrásum í vetur. Þá verður Messan með Gumma Ben á hverjum mánudegi.

Magnús segir það vissulega kosta sitt að styðja við bakið á enska boltanum. "Það eru gríðarlega mörg tækifæri falin í þessu fyrir okkur og svo er þetta jákvæð tenging við eitthvað flottasta sjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi. Það er líka ánægjulegt að sjá hvað 365 hefur gert með efnið - allar útsendingarnar og öll sú faglega þáttagerð sem unnin hefur verið í kringum enska boltann; til dæmis Messan með Gumma Ben."

Magnús heldur sjálfur með Arsenal en kvíður svolítið komandi vetri. "Ég held að við séum búnir að losa okkur við einhverja tólf leikmenn en taka inn einn ungling. Ég veit ekki alveg hvernig það dæmi á að ganga upp. Það er vonandi að gamli Wenger opni veskið og losi aðeins um budduna á meðan glugginn er opin. Hann er búinn að vera helvíti nískur undanfarin ár. Hann fer varla að gera okkur þann óleik að kaupa ekki fleiri leikmenn," segir Magnús og hlær.

"Okkur er spáð 5. sætinu en við endum að lágmarki í 4. sæti eins og undanfarin ár. Ég held allavega í vonina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×