Viðskipti innlent

Páll Rafnar nýr sviðsstjóri á Bifröst

Páll Rafnar Þorsteinsson er nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst.
Páll Rafnar Þorsteinsson er nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst.
Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst frá og með 1. janúar 2014. Páll lauk doktorsprófi í heimspeki frá Cambridge háskóla, hann hefur meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands.

Fráfarandi sviðsstjóri er Auður H. Ingólfsdóttir sem verið hefur í rannsóknarleyfi en Eyja Margrét Brynjarsdóttir hefur leyst hana af og mun gera það til áramóta eða þar til Páll tekur við. Auður mun halda áfram kennslu við skólann.

Páll hefur starfað hjá almannatengslafyrirtækinu KOM í Reykjavík og hefur sinnt ritstörfum fyrir hugveitu í Bretlandi. Auk þess að starfa sem sviðsstjóri mun Páll leiða verkefni á vegum Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins – Bifröst sem fjallar um tengsl milli pólitísks stöðugleika og erlendra fjárfestinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×