Skapa verðmæti 19. janúar 2013 08:00 "Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. Mynd/Valli Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“ Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Það er hagstæðara fyrir fyrirtæki að flokka því flokkaður úrgangur er hráefni á meðan óflokkaður úrgangur er rusl. Hringrás er fyrst og fremst endurvinnslufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði,“ segir Ágústa Þóra Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Hringrásar. "Við vinnum með fjölda fyrirtækja í að endurvinna hráefni sem fellur til. Hvert fyrirtæki sér um að flokka hjá sér og getur með því minnkað kostnað og búið til verðmæti úr sorpinu. Fjöldi fyrirtækja hafa tekið upp á því að flokka sorp og við hjálpum þeim að koma sér af stað. Oft eru menn óvissir um flokkun í byrjun, en þetta lærist fljótt. Þegar menn eru farnir að flokka á vinnustaðnum fara þeir kannski líka að flokka heima hjá sér,“ segir Ágústa. Meðal þess sem Hringrás safnar og endurvinnur eru raftæki. Tækin eru skrúfuð í sundur í höndunum og efnin flokkuð saman í flokka og flutt út til frekari endurvinnslu. Hringrás flytur út mikið af því sem er endurunnið og er í samstarfi við fjölda erlendra endurvinnsluaðila. En þó að Hringrás sérhæfi sig í endurvinnslu fyrir fyrirtæki er flokkunarstöðin opin almenningi. "Almenningi er velkomið að nýta Hringrás sem endurvinnslustöð. Við tökum á móti öllum efnum til endurvinnslu,“ segir Ágústa. "Hingað má koma með endurvinnanlegt sorp og spilliefni eins og pappír, plast, raftæki og málma, rafhlöður og ljósaperur og skila því inn að Klettagörðum 9.“
Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira