Erik Spoelstra hefur verið hjá Miami Heat í næstum tvo áratugi og hann er ekkert á förum á næstunni. Spoelstra hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að þjálfa lið þess næstu árin.
Spoelstra átti eitt ár eftir af gamla samningnum en ekki er vitað hversu langur nýi samningurinn er enda verður hann kynntur á morgun.
Gamla kempan Juwan Howard verður aðstoðarþjálfari Spoelstra.
Spoelstra hefur þjálfað liðið í fimm ár. Árangurinn 260 sigrar og 134 töp. Liðið komst alltaf í úrslitakeppnina og varð meistari síðustu tvö ár.
Spoelstra framlengir við Miami

Mest lesið



Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



