Viðskipti innlent

Um 6,4 prósent án vinnu í júní

Brjánn Jónasson skrifar
Af 191 þúsund manns á vinnumarkaði voru um 12.300 án vinnu í júní.
Af 191 þúsund manns á vinnumarkaði voru um 12.300 án vinnu í júní. Fréttablaðið/GVA
Um 6,4 prósent vinnufærra manna eru nú atvinnulausir og að leita að vinnu samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.

Atvinnuleysið hefur aukist umtalsvert frá síðasta sumri. Það mældist 6,4 prósent í nýliðnum júní, en 5 prósent í júní í fyrra.

Alls voru um 7,5 prósent atvinnulausir í maí og 6,6 prósent í apríl samkvæmt Hagstofunni.

Að jafnaði voru um 191 þúsund manns á vinnumarkaði í nýliðnum júní, þar af um 178.700 starfandi en 12.300 án atvinnu og í atvinnuleit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×